Þvinga Íslendinga - hvar eru ráðamenn þjóðarinnar?

Stuan Stevenson vill " þvinga Íslendinga til að koma að samningaborðinu "

Þarna er vinnubrögðum þingmanna ( ráðamanna ) Evrópuþingsins rétt lýst - þetta eru aðferðir breta og hollendinga - þetta eru aðferðirnar í Evrópusambandinu.

Friðrik á heiður skilinn fyrir að halda uppi vörnum - en hvar er ráðherra sjávarútvegsmála?

Hvar er ráðherra utanríkismála - hvar er forsætisráðherra þjóðarinnar?

Ætlar ekkert af þessu fólki að bregðast við linnulausum árásum og hótunum ?

Okkur er hótað fyrir að veiða innan eigin lögsögu?

Dettur einhverjum í hug að róðurinn verði okkur léttari innan "skjaldborgar" esb?


mbl.is „Íslendingar eru ekki þorparar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Össur og Jóhanna og allt ríkistjórnarslekktið er önnum kafið við að koma okkur inn í Evrópusambandið.Þau hafa engan tíma fyrir einhverja smá fiskideilu sem þar af auki getur komið í veg fyrir að þau og þeirra fólk fái feita stöðu í Brussel

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 10:00

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Fyrirgefðu - ég fékk bara einhverskonar vonarglætukast - vonaði að þetta fólk myndi gera eitthvað í málinu - glætan.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.10.2010 kl. 10:09

3 identicon

Það virðast öll verk þessarar ríkisstjórnar vera til þess að gera okkur illt, skuldaþrælum með icesave, gefa ESB forræði yfir sjávarútvegnum, afsala okkur samningsrétt um deilistofna, afsala okkur samningsrétt við kaupendur utan ESB, fara svo í felur þegar ráðist er að okkur fyrir veiðar á makríl. Þetta er sannarlega sorglegt lið sem "stýrir" þessu landi. 

Friðrik J. á heiður skilið fyrir að svara þessum skosku villimönnum enda dettur engum í ríkisstjórn að gera það.  Makríl þjóðirnar hafa haldið íslendingum fyrir utan samningaviðræður og nú kemur það þeim í koll.  Skotar voru svo nýlega dæmdir sjálfir fyrir að landa tugum þúsunda tonna af makríl og síld framhjá vigt. http://www.visir.is/uppvisir-ad-stortaeku-svindli/article/2010533108830

Njáll (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 11:57

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Njáll - þakka þér innlitið og upplýsingarnar - þeð er fróðlegt að lesa þetta líka í tengslum við umræðuna um inngöngu í þennan evrópska villimannaklúbb.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.10.2010 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband