Sól sest á Suðurlandi

Það er magnað að einhver skuli styðja ákvörðun Svandísar um að hundsa dómsúrskurð.

Ef um væri að ræða vafa á lagatúlkun væri það eitt og sér.

En þegar áfrýjunin miðast eingöngu við það að tefja framkvæmdir gegnir öðru máli.

Réttaröryggið sem nefnt er í yfirlýsingunni er fyrirsláttur og orðhengilsháttur.

Það má með sanni segja að sól skynseminnar hafi sest á Suðurlandi.


mbl.is Sól á Suðurlandi gagnrýna SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Klaufinn

Eru ekki tvö dómsstig í landinu?

Klaufinn, 13.10.2010 kl. 14:25

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Vissulega - en þegar biðurstaðan blasir við - öllum nema málshefjanda - og fyrirsjáanlegt er að verið er að valda heilu sveitarfélagi tjóni - þá er áfrýjunin ekki til þess að fá aðra niðurstöðu -aðeins til þess að misnota aðstöðu sína til þess að ota eigin tota - eigin ofstæki sem m.a. felst í því að koma í veg fyrir atvinnuuppbyggingu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.10.2010 kl. 19:19

3 Smámynd: Klaufinn

Oft halda menn að niðurstaðan liggi fyrir, eftir dóm undirréttar, en hvað gerðist í gengistryggingarlánamálunum?

Var hæstiréttur sammála undirrétti þá?

Ég bara spyr

Klaufinn, 13.10.2010 kl. 20:10

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það blasti ekkert við ´þá annað en það að enginn vissi í hvorn fótinn átti að stíga

í þessu máli er allt annað uppi á teningnum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.10.2010 kl. 01:26

5 Smámynd: Klaufinn

Hver segir það?

Klaufinn, 15.10.2010 kl. 18:32

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Meira að segja helstjórnarfulltrúar hafa sagt að þetta sé túlkunaratriði -

Dettur einhverjum í hug að Katrín Júlíusdóttir væri að reka á eftir ef allur þessi pakki væri ólöglegur?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.10.2010 kl. 20:13

7 Smámynd: Klaufinn

Túlkunaratriði segir þú.

Þá er einhver vafi í málinu, og ber að láta reyna á hann.

Klaufinn, 17.10.2010 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband