KSÍ - friðarboði

Styð KSÍ heilshugar í því að spila við Ísrael - ef þeir vilja spila við Palestínumenn þá styð ég það líka.

Ég er hinsvegar algjörlega andvígur félaginu Ísland Palestína sem elur á óeiningu - yfirgangi og  sundrungu.

Lárum ofstæki þess félags ekki hafa áhrif á íþróttir né önnur samskipti okkar við önnur lönd.

Íþróttir eiga að vera hafnar yfir pólitískar deilur og átök -

Enda þótt íþróttafólk frá Ísrael hafi verið myrt í Þýskalandi á sínum tíma hélt þessi hugrakka þjóð áfram að senda sitt fólk á Ólympíuleika og önnur alþjóðleg mót.

Ísland Pelestína ætti kanski að rifja upp þjóðerni morðingjanna.

KSÍ er boðberi friðar eins og aðrar íþróttahreyfingar - látum ekki boðbera haturs breyta því.


mbl.is Gefa mannréttindabrotum rauða spjaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alþjóðlega íþróttahreyfingin sniðgekk Suður-Afríku um langt árabil á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Það var liður í að einangra landið á alþjóðavettvangi og þvinga þá til að taka til í sínum ranni. Mér finnst ekki óeðlilegt að beita sömu meðulum á Ísrael.

Finnbogi Óskarsson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 16:00

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hitler framdi líka hervirki - eiga aðrar þjóðir þá að gera það líka.

Íslendingar taka ekki þátt í slíku - nema þegar stjórnmálamenn láta undan þrýstingi og samþykkja áskoranir -

Látum hvorki palestínufélagið eða aðra draga okkur niður í pólitíkst átakafen -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.11.2010 kl. 16:45

3 identicon

Þú ættir að tékka á því hvernig landliði Palestínu (sem býr við hernám) gengur að spila sína landsleiki.

Þeir geta það ekki vegna hernámsins. Þrátt fyrir að reyna taka þátt í undankeppni FIFA fyrir HM og önnur mót.

Enda var Plattini, formaður UEFA að mæla með því að Ísrael yrði rekið úr samtökunum fyrir þessar sakir. 

Randver (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 16:52

4 identicon

Sæll Hrólfur

Ég er með nokkrar spurningar handa þér.

Eiga Palestínu menn að gjalda fyrir gyðingaofsóknir Nasista í seinni heimstyrjöldinni ?? 

Ef félagið Ísland-Palestína er með yfirgang hvað kallast þá meðferð Ísraela á Palestínumönnum ??

Hver er munurinn á aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku og hernámi Ísraelsmanna í Palestínu sem réttlætir ekki sömu viðbrögð umheimsins??

Hver heldurðu að hafi verið undanfari gíslatökunnar í Munhen ?? Hvað heldurðu að hafi orðið til þess að mennirnir frömdu þennan glæp ??

Jón Guðlaugur Guðbrandsson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 22:27

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jón G - faðir minn hét Hrólfur og hann yfirgaf þannan heim fyrir margt löngu - sjálfur heiti ég Ólafur Ingi -

Gíslatakan - það réttlætir ekkert svona glæp eða glpi yfirleitt - hitt er annað að fyrir mörgum árum fluttu fjölmiðlar aðeins góðar fréttir af Ísraelsmönnum og sögðu ljótar fréttir af Palestínumönnum.

Þær frétti gengu venjulega út á misþyrmingar og morð Palestínumanna á Ísraelskum börnum.

Svo snerist þetta við og allt var gott hjá Palestínumönnum er Ísraelar gerðu ekkert nema slæmt -

Eitt vakti athygli mína þá - ef til átaka kom voru alltaf barnshafandi konur fremstar í flokki Palestínumanna - ég skyldi það ekki -

Hvað varðar aðskilnaðarstefnur og annað ofbeldi þá er ég út í eitt á móti því að nýta íþróttir í þessum tilgangi. Það er ofbeldi gagnvart íþróttafólki og ég nokkuð viss um að kbattspyrnumenn í Israel stjórna ekki landinu.

Gjalda fyrir gyðingaofsóknr nasista ???? Næ þér ekki - Arabaþjóðirnar - sem telja að mér skilst um 100 milljónir manna ættu hinsvegar að gjalda fyrir kúgunaraðgerðir sínar gegn Ísrael. Það væri hinsvegar ekki stórmannlega gert - þær eru ennþá skælandi eftir 6 daga stríðið.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.11.2010 kl. 16:04

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Platini - ææ var hann að tjá sig -

góður á vellinum - einu sinni var - þekki ekkert til landsliðs Palestínumanna en er í aðstöðu til þess að spyrjast fyrir - geri það -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.11.2010 kl. 16:06

7 identicon

Sæll Ólafur,

Stjórnvöld í Suður Afríku á tímum Aðskilnaðarstefnunnar þar og Júgóslavíu, á tímum þjóðernishreinsana í Bosníu, voru á sama máli og þú. FIFA, Alþjóða ólympíuhreyfinginn og fleiri voru það ekki.

Aþjóðlegt viðskipta-, menninga- og íþróttabann hafði sitt að segja í mannréttindarbaráttunni og falli Aðksilnaðarstefnunnar.

Ég skil sjónarmið þitt, þó ég sé þvi ekki sammála. Það er til meira en vopnuð barátta gegn Ísraelsher til að fá Ísrael til að fara að alþjóðalögum og virða samþykktir Sameinuðu þjóðanna. T.a.m. friðsamlegur alþjóðlegur þrýstingur sem þessi.  Þó vopnuð andspyrna eigi að sjálfsögðu rétt á sér til að veita erlendu hernámi viðnám. En spurning hvort hún sé sú árangursríkasta. Þar eiga Palestínumenn a.m.k. við ofurefli að etja - með einræðisstjórnir allt í kring sem, líkt og Ísrael, stendur ógn af lýðræðisþróun og frelsi í Palestínu.

"Eitt vakti athygli mína þá - ef til átaka kom voru alltaf barnshafandi konur fremstar í flokki Palestínumanna - ég skyldi það ekki -"

1. Hef ekki orðið var við þetta. En eitt ber að hafa í huga, átökin eiga sér oftast stað þar sem hernámið ríkir. Semsagt í byggðum og sveitum hertekinnar Palestínu. Þar býr fólk, börn og barnshafandi konur lika. Ef Reykjavík yrði hernumin, eru góðar líkur á að konur og börn yrðu líka fórnarlömb, tækju jafnvel þátt í átökunum ef hernámið myndi vara í 40 ár (eins og á Vesturbakkanum og Gaza), ekki satt?

2. Svo er spurning hvað er átök. Það að skjóta óvopnaða borgara, barnshafandi konur eða ekki, sem eru e.t.v. að mótmæla eða kasta grjóti (eða ekki, eru kannski bara á leið í skóla vinnu) eru drepin - þykir mér það óþarfa kurteisi gangvart morðingjunum að kalla það "átök". Hverskonar átök ertu að vísa til, með þessa gommu af barnshafandi konum?

3. Þriðja og síðasta í þessu... í þessum fréttum sem þú vísar til, voru "barnshafandi konurnar" með vélbyssur? Það er staðreynd að t.a.m. barnshafandi konur af látist við vegatálma hernámsliðsins (er ekki hleypt í gegn, á sjúkrahús) og ég get vel ímyndað mér að einhverjar hafi verið sallaðar niður á leið til vinnu eða við mótmæli. En ég hef ekki tekið eftir þeim í fararbroddi vonpaðrar andspyrnu. Er ég að missa af einhverju?

Randver (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 12:00

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

"Eitt vakti athygli mína þá - ef til átaka kom voru alltaf barnshafandi konur fremstar í flokki Palestínumanna - ég skyldi það ekki -"

Þannig var fréttaflutningurinn - bara barnshafandi konur - enda vakti það samúð með Palestínumönnum sem hafa hreint ekki hreina samvisku í samskiptum við Ísrael.

Fjölmiðlar urðu hinsvegar leiðir á því fyrir löngu að tala bara vel um Ísraelsmenn og illa um Palestínumenn og snéru því peningnum við - allt gott hjá Palestínumönnum - samúð með þeim - allt slæmt hjá Ístaelsmönnum - hatur á þeim.

Ef barnshafandi ( leiðist ófrískar - þær eru ekkert veikar þær eru barnshafandi ) Palestínukonur vilja ganga framfyrir skjöldu og kasta grjóti taka þær áhættu - þær um það.

Það sem ég held að þú sért að missa af er sú staðreynd að einhliða áróður fjölmiðla hefur áhrif.

Kannaðu málin sjálfur - þá sérðu að þetta er ekkert einhliða - horfðu líka á 2 staðreyndir þar sem þú nefnir SÞ - SÞ ákvað stofnun Ísraelsríkis og skyldi það staðsett á smá skika af gamla Gyðingalandi.

Það svæði var örfoka að stærstum hluta - þegar Gyðingarnir voru búnir að rækta og byggja upp komu Palestínumenn og sögðu - nú getum við - við viljum fá landið "okkar".

Sagan - frá stofnun Ísraelsríkis - geymir marga hroðalega atburði og Palestínumenn eiga sinn stóra hluta þar. Og þá er ég ekki bara að tala um eldflaugar sem þeir skjóta inn yfir Ísrael heldur viðbjóðslegt athæfi meira að segja gagnvart börnum - OG JÁ LÍKA GAGNVART BARNSHAFANDI KONUM.

Hættu að hvítskúra Palestínumenn - þér endist ekki æfin til þess tótt þú verðir 100 ára. Báðir aðilar hafa brotið af sér og eru að brjóta af sér.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.11.2010 kl. 02:16

9 identicon

Takk fyrir þetta Ólafur,

Þú svaraðir reyndar ekki punktum mínum (!?), en ert með fyrirtaksumræðupunkta. Þó þú misskiljir að ég sé að reyna hvítþvo Palestínumenn. 

Barnshafandi konur í Palestínu þurfa reyndar ekki að kasta grjóti til að vera í hættu - þær búa í herteknu landi, það er erlendur her hersetur bæji, borgir og sveitir þeirra.

Hlutdrægni fjölmiðla er sjálfsagt að ræða. Margir vilja meina að það halli á málstað Palestínumanna í fréttum hér, aðrir að þessu sé öfugt farið. En staðreyndirnar eru auðvitað að ein þjóð hernemur aðra, ein þjóð fer ekki að alþjóðalögum og samþykktum þjóðanna - og ein þjóð býr við ófrelsi og fær ekki eigið ríki. Það er uppskrift að leiðindum.

Ég held að engin skynsamur maður haldi síðan fram að annar deilandinn í átökunum sé saklaus, óhæfuverk hafa verið framin á báða bóga.

En ofbeldi gefur af sér ofbeldi. Hernám Ísraela í Palestínu fer t.d. mjög illa með samfélag Ísraels (þó ég hafi meiri samúð með þeim sem búa við hernámið). Það að hernema aðra þjóð í áratugi kostar mikið fé - en líka mannsafla og margir vilja meina samvisku heillar þjóðar (enda hafa Frakkar og fleiri gefist upp á nýlendustefnu sinni á öldinni... það var einfaldlega of dýrt til langrama)

4. Sagan er auðvitað hluti af þessu. Athyglisverð söguskoðun þín á úthlutun Sameinuðu þjóðanna á yfir helming Palestínu (þá nýlenda Breta) tilhanda gyðingum (stærstum hluti aðfluttur). S.þ. voru glænýjar á þessum tíma og það voru Evrópuþjóðir með samviskubit eftir að hafa murkað lífið úr gyðingum (eða óbeint tekið þátt) sem ýttu þessum gjörning í gegn. Að gefa einni þjóð land annarar.

 Ísland fékk t.d. að greiða atkvæði - en ekki Palestínumenn sjálfir (kristnir, múslimar og gyðingar). Við höfðum vísað fólki frá Íslandi og neitað að taka við þeim í stríðinu - af þeirri einu ástæðu að þeir voru gyðingar. Við sögðum "já" við að gefa gyðingum hluta af Palestínu (hefðum eflaust líka sagt "já" ef þeir hefðu átt að fá land í t.d. Bæjaralandi, sem var hugmynd einhverra).

Sérfræðingar eru sammála um að þessi samþykkt hefði aldrei getað verið samþykkt nokkrum árum síðar, þegar nýlendur Evrópumanna í Afríku og Asíu voru orðnar sjálfstæðar (og þar með atkvæðisrétt í S.þ.). Þá hefði Palestína frekar hlotið sjálfstæði, með rétti íbúa landsins/svæðisins til að ráða sér sjálfir (hvaða trú sem þeir hafa). Aðfluttir gyðingar voru í miklum minnihluta - en fengu engu að síður (samkvæmt ákvörðun S.þ.) stærri hluta Palestínu en infæddir.

 5.  "Það svæði var örfoka að stærstum hluta - þegar Gyðingarnir voru búnir að rækta og byggja upp komu Palestínumenn og sögðu - nú getum við - við viljum fá landið "okkar"."

Í Palestínu bjó um milljón Palestínuaraba (múslimar, gyðingar, kristnir) þegar ákveðið var að gefa að aðfluttu fólki (að stærstum hluta) yfir helming landsins. Það er mýta að landið hafi verið tómt - kannski í einhverri órækt, en þetta fólk bjó að stærstum hluta á landinu, og hafði gert um aldir.

Þó aðkomufólkið hafi verið góðir í landrækt, húsbyggingum eða matargerð - breytir það engu um það að fólkið sem var hrakið á brott og flúði átökin sem fylgdu stofnun Ísraels vildu strax snúa til heimalands síns - og var strax neitað af Ísrael (enda gekk ekki upp að búa til sérríki fyrir trúarhóp - ef innfæddir sem þar bjuggu voru í meirihluta og játuðu íslam og kristni upp - til hópa). 

Randver (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband