Færsluflokkur: Dægurmál
Klæjar og fæ kuldahroll
25.10.2010 | 13:57
![]() |
Borgarstjóri á sjúkrahúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
?? Bankarnir ??
25.10.2010 | 09:35
Ég hélt að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefðu sett þessa kreppu af stað og þá sérstaklega Geir H. Haarde með stuðningi Davíðs Oddssonar.
Eru þær þá bara ósannar ásakanir VG o.fl. á hendur þessum aðilum??
![]() |
G20 ná samkomulagi um bankareglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju og þakkir fyrir aðstoðina
25.10.2010 | 09:29
Nokkuð oft hef ég leitað á þessa deild - alltaf hefur viðmótið verið það sama - eldklárt fumlaust fólk að störfum.
En einhvernveginn finnst mér almenningur áhugalaus um störf þessarar deildar eins og reyndar um störf hjúkrunarfólks almennt - og stuðningur lítill. En við erum fljót að hlaupa til þegar á bjátar.
Ég er einn af þeim sem vill vera viss um að hjúkrunarfræðingarnir - sjúkraliðarnir og læknarnir séu á "sínum stað" þegar ég þarf á þeim að halda en er sama hvort Seðlabankastjóri er hér eða þar.
Það er löngu orðið tímabært að almenningur sýni heilbrigðisstarfsfólki stuðning í verki - stuðning og þakklæti.
![]() |
Starfsfólk gjörgæslu bakaði fyrir afmælisveisluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ríkið og gjaldþrotin
25.10.2010 | 01:12
Því miður er það staðreynd að innheimtumenn ríkisins ganga harðast fram í innheimtum og halda áfram þótt skuldari sé orðinn eignalaus og eigi ekki nokkra möguleika á að greiða "skuldina" sem í mörgum tilvikum er uppreiknuð með dráttarvöxtum og álögum.
Skiptir þá ekki máli þótt áratugir líði - ríkið heldur fólki í helgreip sinni - þetta er ekkert bundið við núverandi stjórn - þetta hefur verið svona áratugum saman.
Eina opinbera stofnunin sem ég veit til að unnt sé að tala við á mannamáli er/var Innheimtustofnun sveitarfélaga.
![]() |
Gat ekki samið við LÍN |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fárveikur og ruglaður -
24.10.2010 | 17:18
Það er ekki frétt - hitt er frétt ef satt er að honum batni á 3-4 dögum -
Ég hef ekki trú á því.
Merki borgarinna hafnaði honum -
![]() |
Fær sýklalyf í æð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn vammlausi og Birgitta Jónsdóttir.
24.10.2010 | 07:47
Julian Assange og hans fólk virðist telja sig hafa heimild til þess að hakka sig inn í öryggiskerfi og upplýsingar fyrirtækja og þjóða -
Ekki ver ég gerðir bandaríkjamanna - EN - þegar einhver aðili telur sig hafa heimild til þess að setja hundruðir og jafnvel þúsundir einstaklinga í lífshættu með því að birta hryðjuverkamönnum upplýsingar um þá er vægast sagt alltof langt gengið - en Birgitta Jónsdóttir og co hafa kanski gert það með "samþykki beggja aðila" eins og í fleiri málum.
Hversvegna þessi maður og hans samstarsfólk - það með talin Kristinn Hrafsson og Birgitta Jónsdóttir - eru ekki handtekin og kærð skil ég ekki.
Ef maður fremur eða stuðlar að morði er´hann -og vitorðsmenn - teknir og dæmdir.
Það er sorglegt að þingmaður á Alþingi okkar skuli vera aðili að þessu - og ekki bara aðili heldur í fremstu röð því varla eru erlendir fjölmiðlar að taka við Birgittu vegna þessa máls nema því aðeins að þeir viti um stöðu hennar innan hópsins.
Rannsóknarblaðamennska er eitt - glæpastarfssemi er allt annað.
![]() |
Assange óttast leyniþjónustur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stórmerkilegur maður Steingrímur
24.10.2010 | 07:30
VG fólk er búið að samþykkja hverja ályktunina á fætur annari um að VG eigi að hætta þessu ESB brölti og standa við stefnu sína frá því fyrir kosningar ( öll hin málin eru löngu hrunin ) og þar með friða það fólk sem kaus VG síðast.
Einhver vinur SJS - sennilega Björn Valur - sagði hinsvegar við hann að það væri í fínu lagi að halda áfram.
Það var röddin sem SJS heyrði - hitt var bara suð úti í bæ - svona einhverskonar útburðarvæl.
Merkilegur maður Steingrímur - og með valheyrn.
![]() |
Fullt umboð til að halda áfram viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frekja Skagfirðinga
22.10.2010 | 17:53
Alltaf sama sagan með þessa Skagfirðinga -
Nú vilja þeir hafa eitthvað að segja um það hvernig málum er fyrir komið í þeirra byggðarlagi.
Skagfirðingar verða - eins og aðrir landsmenn - að gera sér grein fyrir því að nú ríkir hér Sovétskipulag - sveitastjórnum er tilkynnt hvernig eigi að haga málum - ef það er þá talað við þær lægri stéttir.
Ráðuneytin eru nefnilega RÁÐU neyti.
![]() |
Skagfirðingar vilja fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Of seint
22.10.2010 | 17:03
![]() |
Ráðherrar sendir á námskeið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"sigur Gylfa" ???
22.10.2010 | 13:51
Einstaklingur sem hefur ekki áður tekið þátt fær 27.1% atkvæða -
er það ekki ákall um breytt vinnubrögð?
![]() |
Gylfi endurkjörinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)