Færsluflokkur: Dægurmál

BRETAR JÁKVÆÐIR

Hvernig geta þeir verið annað þegar bæði forsætis og fjármálaráðerra landsins (Íslands) eru í þeirra liði?

Þar að auki eru þessir ráðherrar að verða búnir að skattleggja þjóðina í klessu og  auk þess að hirða restina af henni í formi verðhækkana og í lokin - þá heldur stjórnin uppi atvinnuleysisstiginu með því að koma í veg fyrir allt sem heitir uppbygging og framfarir.

Við erum semsagt að verða komin niður á það stig að bretar geti formlega gert okkur að nýlendu sinni innan Evrópusambandsins.


mbl.is Bretar jákvæðir í garð Íslands á fundum í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp í mót - ekkert nema urð og grjót

Urð og Grjót með lægsta tilboð

Mikið væri það verðugt verkefni að fara í gegnum þessi "lægstu" tilboð sem hafa síðan reynst verða þau hæstu þegar undirboðsfyrirtækin eru farin á hausinn og aðrir þurfa að taka við og klára?

Ég er ekki að tala um þetta fyrirtæki Urð og Grjót - veit ekkert um það.

Óhemju fjöldi vinnuvéla hefur verið seldur erlendis þar sem ekki eru verkefni hér um sinn og verða væntanlega ekki fyrr en eftir ríkisstjórnarskipti.

Verkefni við Búðarhálsvirkju falla til fyrirtækj sem voru með ótrúleg undirboð - Fyrirtæki á borð við Suðurverk fá ekki að koma þar að þrátt fyrir vitrænt tilboð og þá staðreynd að þar eru tæki og mannskapur til þess að vinna verkin.

Er ekki mál að linni???


mbl.is Buðu 57% af áætlun í Mjólká
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlmennska??????????????

Misskilinn töffaraskapur -

 


mbl.is Karlmennskan leiddi hann til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmarkaðar ívilnanir ----

Þetta minnir hroðalega á ár skömmtunarseðla - hafta - boða og banna  - þegar húsbyggjendur gengu á milli manna - leyfi fyrir nöglum hér - timbri þar -bíða eftir að innflutningskvóti á gleri yrði gefinn út aftur - athuga hvort Nonni frændi þekkti ekki mann sem þekkti mann þannig hægt væri að fá bárujárn -

Langir biðtímar hjá bankastjóranum sem hafði öll ráð þín í hendi sér og ef þig vantaði 5.000 var nauðsynlegt að fara fram á 10.000.- til þess að eiga möguleika á 5.000.-

Þetta minnir allt saman hroðalega á gömlu vinstri stjórnirnar - og gott fólk - þá réði Kommúnistaflokkurinn ( seinna Alþýðubandalagið )ekki öllu. Núna eru 8 uppalningar Alþýðubandalandsins í ráðherrastjólum.

Ekkert breytt nema nöfnin - og vissulega er iðnaðarráðherrann í dag fallegri en Hjörleifur Guttormsson - Svavar - Lúðvík - Jakinn - Eðvarð - Héðinn - Áki og Brynjólfur Bjarnason.

Þegar Einar Olgeirsson varð fimmtugur kom út sérútgáfa af Þjóðviljanum 14.08.52. Ferill mannsins rakinn.

Núna verður allt vitlaust ef samviskusamur blaðamaður gerir núverandi Kommúnistaforingja það hátt undir höfði að taka saman ummæli hans til þess að almenningur fá heildarmynd af stefnu hans.


mbl.is Ekki sérlög um ívilnanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógnin mikla

Það er gaman og fróðlegt að fylgjast með andstæðingum Hönnu Birnu. Dagur B sem er HOLDGERFINGUR VANÞEKKINGARINNAR ásakaði hana um daginn vegna framkvæmda hjá GR og talaði um bruðl. Í ljós kom að um var að ræða efndir á samningi frá tíð Steinunnar Valdísar -

Þegar Ólafur Fr. svívirti embætti borgarstjóra og borgarstjórn sá umræddur Dagur ekki ástæðu til þess að verja virðingu enbættisins eða borgarstjórnar - skömm hans var alger . Í tölvupósti til mín sagði hann að Ólafur hefði líka sagt hluti sem hefði þurft að segja. Þar seldi Dagur virðingu embættisins fyrir skrum.

Það verður fróðlegt að heyra umræðuna næstu daga.

Hanna Birna - til hamingju með árangurinn og ykkar  frábæra starf.


mbl.is Gallup: Ánægja með Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚSS/ÍSLANDIA

Kanski er þetta leiðin -

Við búum líka við kommúnistastjórn sem er að skapa hér Rússneskar aðstæður -

Í ráðherraliðinu eru 8 uppalningar Alþýðubandalagsins -

Kanski er þessi leið almennings í Rússlandi sú sem verður tekin upp hér - drekkum frá okkur ráð og rænu - þá eru endalokin nærri og við nálgumst þau dofin í áfengisvímu -


mbl.is Vodkadrykkja helsta banameinið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Samstarf"

Einhver þyrfti að útskýra fyrir jóhönnu hvað samstarf er.

Samstarf snýst um að virða samkomulag sem gert er - það er rétt hjá henni að stöðugleikasamkomulagið fjallar ekkiog snýst ekki um Skötusel. Hinsvegar er það frumvarp/lög dæmi um það hvernig stjórnin hudsar samkomulagið sem gert var. Meira að segja js hlýtur að skilja það ef einhver sest niður með henni og útskýrir muninn.

Hrokinn í yfirlýsingu ráðherrans er hinsvegar dæmigerður fyrir þessa voluðu stjórn.


mbl.is Hvetur SA til áframhaldandi samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á réttri leið

Ríkisstjórnin er að ná árangri samkvæmt gereyðingaráætlun sinni-

Slæmt er reyndar að kaupmátturinn hafi lækkað um 3,4% en ekki 34% - en með sama áframhaldi kemur þetta hjá þeim.

Aðalatriðið til þess að hraða þessu er að hækka laun þeirra sem eru með um milljón á mánuði -

lækka greiðslur til elli og öryrkja og umfram allt einstæðra mæðra -

Þessir 4 þættir verða að hafa forgang.

Og svo þarf líka að hækka skattaálögur og verðlag -


mbl.is Kaupmáttur lækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilslökun Svandísar.

Það væri tilslökun af hálfu Svandísar að vilja ræða þessi mál á skynsemisgrundvelli -

En til þess yrði væntanlega að leita út fyrir raðir VG að fulltrúa fyrir hana.

Ofstæki í "umhverfisvernd" er slæmt - kæruleysi í umhverfisvernd er líka slæmt.

Látum skynsemina ráða - við þurfum að virkja - það er vitað - gerum það af ábyrð og skynsemi.


mbl.is Meirihluti vill ekki slaka á umhverfisvernd fyrir stóriðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni

Bjarni Harðarson er nú bara flokkur svona útaf fyrir sig -

Hann vekur athygli hvar sem hann kemur og hvar sem hann talar -

Það að hann skuli fara fram fyrir VG - eeeeeeeeeee  - well ok -


mbl.is Bjarni á lista VG í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband