Rúður brotnar
18.12.2008 | 11:10
Rúður brotnar ---
þá er þetta að þróast -
Bubbi spáði blóðugri uppreisn - Eva (Jóhanna) "spáði" einhverju slíku í febrúar. Ábyrgðarlaus þvættingur og þeim báðum til skammar. Dæti vel trúað Evu (Jóhönnu) til þess að standa fyrir slíku.
40-50 manna hópur var eða er við Fjármálaeftirlitið og eitthvað stærri hópur - (100 ?) var við Ráðherrabústaðinn í gær. Hvað eigum við hin 309.000 að þurfa að sitja lengi undir því að fámennur hópur ofbeldislýðs vaði uppi - skemmi og eyðileggi - hóti ráðamönnum og hundsi landslög áður en þessir einstaklingar verðia hreinlega teknir höndum? Og hvað ætla fjölmiðlar að halda það lengi út að styðja þessar agerðir með stanslausri umfjöllun. Umfjöllun fjölmiðla er það sem heldur þessum vesalingum við efnið. Afbrot nánast í beinni útsendingu og allt verður löglegt - eða hvað?
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Rúður brotnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)