Rúður brotnar

Rúður brotnar ---

þá er þetta að þróast -

Bubbi spáði blóðugri uppreisn - Eva (Jóhanna) "spáði" einhverju slíku í febrúar. Ábyrgðarlaus þvættingur og þeim báðum til skammar. Dæti vel trúað Evu (Jóhönnu) til þess að standa fyrir slíku.

40-50 manna hópur var eða er við Fjármálaeftirlitið og eitthvað stærri hópur - (100 ?) var við Ráðherrabústaðinn í gær.  Hvað eigum við hin 309.000 að þurfa að sitja lengi undir því að fámennur hópur ofbeldislýðs vaði uppi - skemmi og eyðileggi - hóti ráðamönnum og hundsi landslög áður en þessir einstaklingar verðia hreinlega teknir höndum?  Og hvað ætla fjölmiðlar að halda það lengi út að styðja þessar agerðir með stanslausri umfjöllun.  Umfjöllun fjölmiðla er það sem heldur þessum vesalingum við efnið.  Afbrot nánast í beinni útsendingu og allt verður löglegt - eða hvað?

Ólafur I Hrólfsson


mbl.is Rúður brotnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nonni

Ég er sammála. Það verður að handtaka þennan skríl sem hefur sett þjóðina á haus nánast í beinni útsendingu. Þessi ofbeldislýður sem er þess valdandi að fólk grætur fyrir utan Fjölskylduhjálp. Það þarf að stinga þessu beint í steininn. Hvað ætlum við horfa lengi á það hlæja að okkur?

Nonni, 18.12.2008 kl. 11:17

2 Smámynd: Púkinn

Það eina sem svona aðgerðir leiða af sér er að þær gefa stjórnvöldum afsökun til að kalla mótmælendur "skríl" og taka ekkert mark á þeim.

Púkinn, 18.12.2008 kl. 11:34

3 Smámynd: Nonni


Þegar þeir gátu ekki lengur þagað mótmælin í hel, af því "ungmenni" hentu eggjum, og það kom í fjölmiðlum, kölluðu þeir okkur skríl í staðinn. Og hvað í andskotanum heldurðu að okkur sé ekki sama þó við séum kölluð skríll. Við erum ekki að reyna að þóknast moggabloggurum sem sitja úti í horni og vola. Við erum svo sannarlega ekki að reyna að þóknast stjórnvöldum.

Nonni, 18.12.2008 kl. 11:38

4 Smámynd: Guðmundur Kristjánsson

Sammála Nonna.

 Það er magnað að fólk fari að sjá smávægileg mótmæli sem aðalvandamálið sem herjar á þjóðina í dag. Og það sé hræðilegt að horfa upp á að einhver "brjóti landslög" með því að brjóta einhverjar rúður....í stofnunum sem eru samábyrgar fyrir brotum á lögum og öllu alemennu siðferði. Stuldi sem kostar þjóðina líklega  sem svarar endurnýjun á öllum glerrúðum Íslands til ársins 14025. Ég sem einn af "hinum 309.000" sem ekki var á staðnum, lýsi yfir fullum skilningi á þessum aðgerðum fólks sem er nóg boðið og er veit að það er sór hópur sem gerir slíkt hið sama.

Guðmundur Kristjánsson, 18.12.2008 kl. 11:44

5 identicon

Ólafur I Hrólfsson.

Ég skil ekki fólk eins og þig og mun aldrei skilja ykkar tegund. Ástandið er skelfilegt og þú gefur skít í mótmælendur.

Ertu blindur???

Sérðu ekki hvað er að gerast á landinu??. Ástandið á eftir að versna. Kreppan er rétt að byrja. 9000 án atvinnu núna.

Eggert (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 11:50

6 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það er gott að sumir Íslendingar láta ekki taka sig í rassinn endalaust.

Alexander Kristófer Gústafsson, 18.12.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband