HVAÐ ER HANN AÐ DRAGA VEIKINDI SÍN FRAM

 

Ef þetta er rétt haft eftir Herði Torfasyni þá er hans rétta innræti komið fram.

Gengdarlaus hroki - mannfyrirlitning og viðbjóður.

Þessi öfugsnúni gaulari er svo það sem mótmælendur fylgja - óg hlýða í einu og öllu.

Þvílikur leiðtogi.

Ólafur I Hrólfsson


Geir Hilmar Haarde

Það var vond frétt sem barst úr Valhöll í dag - Einn hæfasti stjórnmálamaður landsins ætlar að draga sig í hlé vegna alvarlegra veikinda. Undanfarnir mánuðir hafa verið Geir erfiðir. Ómaklegar árásir einstaklinga sem komast ekki með tærnar þar sem Geir hefur hælana hafa líka sett sitt mark. Álagið í vinnunni við endurreisnina hefur verið óheyrilegt og hvergi komið harðar niður en á Geir H. Haarde sem hefur lagt nótt við dag til þess að bjarga okkur frá versta skellinum. Skelli sem hann átti enga sök á - sökudólgarnir velta sér í milljörðunum "sínum" á meðan Geir hefur verið að hreinsa upp eftir þá.

Með Geir hverfur einhver hæfileikaríkasti stjórnmálamaður samtímans úr stjórnmálunum. Sem fjármálaráðherra gerði hann stórkostlega hluti og ríkissjóður blómstraði - festa og aðhald réði ríkjum en samt var uppbyggingin í þjóðfélaginu glæsileg.

 Geirs verður sárt saknað og ég sendi honum - Ingu Jónu og öðrum í fjölskyldunni mínar bestu kveðjur og óska þér minn ágæti Geir góðs bata hið fyrsta.

Guð veri með þér og fjölskyldu þinni og gefi ykkur styrk í veikindum þínum.

 

Ólafur I Hrólfsson


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband