Geir Hilmar Haarde

Það var vond frétt sem barst úr Valhöll í dag - Einn hæfasti stjórnmálamaður landsins ætlar að draga sig í hlé vegna alvarlegra veikinda. Undanfarnir mánuðir hafa verið Geir erfiðir. Ómaklegar árásir einstaklinga sem komast ekki með tærnar þar sem Geir hefur hælana hafa líka sett sitt mark. Álagið í vinnunni við endurreisnina hefur verið óheyrilegt og hvergi komið harðar niður en á Geir H. Haarde sem hefur lagt nótt við dag til þess að bjarga okkur frá versta skellinum. Skelli sem hann átti enga sök á - sökudólgarnir velta sér í milljörðunum "sínum" á meðan Geir hefur verið að hreinsa upp eftir þá.

Með Geir hverfur einhver hæfileikaríkasti stjórnmálamaður samtímans úr stjórnmálunum. Sem fjármálaráðherra gerði hann stórkostlega hluti og ríkissjóður blómstraði - festa og aðhald réði ríkjum en samt var uppbyggingin í þjóðfélaginu glæsileg.

 Geirs verður sárt saknað og ég sendi honum - Ingu Jónu og öðrum í fjölskyldunni mínar bestu kveðjur og óska þér minn ágæti Geir góðs bata hið fyrsta.

Guð veri með þér og fjölskyldu þinni og gefi ykkur styrk í veikindum þínum.

 

Ólafur I Hrólfsson


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bara strax byrjaður að skrifa minningargreinina...?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2009 kl. 14:03

2 identicon

Fjarri því - hitt er annað að eftir að hafa átt og eiga enn gott samstarf við Geir þá biðst ég ekkert afsökunar á því þótt þessi frétta hafi komið illa við mig -

             þinn útúrsnúningur er lágkúrulegur en væntanlega þér samboðinn.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:10

3 identicon

Aðstæður þær í þjóðfélaginu sem nú eru lýsa nú ekki hæfni þeirra er við völda eru.  Þvert á móti.

Kv ÁJ.

Ágúst Jónatansson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:10

4 identicon

Ég harma mjög veikindi hans en eitt er víst að hann er ekki hæfur stjórnmálamaður

Pétur Björnsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:23

5 identicon

Ég tek hjartanlega undir mér þér, minn kæri Óli, að óska Geir alls hins besta í einkalífinu og ég vona svo sannarlega að þetta sé lítil þúfa sem reynist honum létt að ryðja úr vegi.

Mér dytti aldrei til hugar að rugla saman persónunni Geir H. Haarde og stjórnmálamanninum Geir H. Haarde, sem persóna er hann án alls efa í mínum huga drengur góður sem ég óska einskis ills, frekar en nokkrum manni. En sem stjórnmálamaður er hann allgjörlega óhæf undirtylla og attaníossi af verstu gerð, svo ég noti nú þitt orðaval.

Með kærri kveðju. Torfi

Torfi Magnússon (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 09:30

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ef þú hefur getu til skaltu fara yfir feril hans - líka sem fjármálaráðherra.

Það er magnað hvað sumt fólk telur þau Geir og Ingibjörgu voldug.

Þau settu heimskreppuna ekki af stað.. Það er samsvarandi ástand vítt og breutt um heiminn. Það sem má gagnrýna - eftirá - er það að lagaramminn hér og í Evrópu var ekki nógu meðvitaður um tvennt - Íslenska ríkið er borið uppi af 330.000 manns - útrásarliðið nýtti allt þar á meðal marlað með tugmiljóna þjóðir innanborðs. Þar eru allar reglur sniðnar að stærð og þörfum Þjóðverja sem eru jú verulega miklu fleiri en við. Útrásarliðinu var vel ljóst hvað það var að gera. Lögin voru ekki brotin - þau voru gölluð. Lögin sem samþykkt voru af öllum þingmönnum. Ég hef gagnrýnt það að ekki skuli vera gengið eftir öðrum "eigum" útrásarliðsins. Mér var bent á það að þótt fólk lenti í gjaldþroti með fyrirtæki - eins og útrásar ræningjarnir hafa gert - þá væru eingöngu þeir fjármunir sem settir hefðu verið í fyrirtækið undir. Ekki aðrar eignir.

Þetta er ég ósáttur við í ljósi aðdragandans.

Það að setja lög ( afturvirk ) eins og ég krefst er væntanlega lögbrot - það að taka eignir utan gjaldþrota fyrirtækjanna eru það sennilega líka og þar að auki brot á mannréttindum. - Mér er eiginlega - í ljósi aðdragandans - nokk sama. Þeir léku sér með fé almennings í skjóli laga sem allir þingmenn samþykktu EN toguðu þau út yfir alla Evrópu - Allt fór úr böndunum vegna siðblindu þeirra en ekki ríkisstjórnar eða þingmanna. Þegar Lehmanns banki fór svo á hausinn með sínum domino afleiðingum hrundi Mafía útrásarliðsins.

Í stað þess að úthrópa einstaka ráðherra ( skrýtið að bankamálaráðherra er ekkert nefndur )eða þingmenn á að berja á þeim sem stálu. Í stað þess að öskra á embættismenn ( skrýtið að Jón Sigurðsson er ekkert nefndur ) á að gera þá kröfu að lögum verði breytt þannig að unnt sé að ná þjófagóssinu af þeim.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.1.2009 kl. 10:51

7 identicon

Ef þú hefur getu til, skaltu fletta upp "the Peter principle"

Torfi Magnússon (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 23:31

8 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Það er agalegt að heyra af veikindum Geirs H. Haarde. Svo mikið er víst. það er reyndar ömurlegt að heyra af slíkum veikindum, hver svo sem á í hlut.

Geir er örugglega ágætis náungi. Ekki efast ég um það. Mitt mat er þó að hann sé full spilltur.

Einhverra hluta vegna vill hann sem dæmi ekki að mál auðjöfranna verði rannsakað af erlendum (óháðum) aðilum sem þó hafa nú þegar boðist til þess.

Einhverra hluta vegna hefur hann fundið sig knúinn til að skrökva að þjóðinni í nokkur skipti, og get ég nefnt nokkur dæmi óski menn þess þar sem beinar sannanir liggja að baki, til dæmis tímasetningar. Kannski var nauðsynlegt fyrir hann að halda sannleikanum leyndum. Máltækið segir: Oft má satt kyrrt liggja. Maður spyr sig.

Einhverra hluta vegna þvertekur hann fyrir að hlusta á raddir fólksins sem er að fara í gjaldþrot eitt af öðru fyrir tilstilli auðvaldsstefnu og einkavinavæðingarstefnu Sjálfstæðisflokksins.

Ég er ekki flokksbundinn. Ég er ekki í ráðamannastöðu. Ég er hvorki stjórnmálafræðingur né blaðamaður. Ég er bara Íslendingur sem hefur tilfinningar til samborgara sinna.

Sem ég segi... Geir er eflaust ágætur. En hvort hann er réttur maður á réttum stað... Það treysti ég mér ekki til að fullyrða.

Við skulum þó öll óska honum góðs bata. Hvort einhver Guð kemur það við sögu... það treysti ég mér heldur ekki til að fullyrða.

OfurBaldur.

Baldur Sigurðarson, 26.1.2009 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband