Gömlu dagana gefðu mér
18.10.2010 | 20:51
Þessi mynd tekur mann 40-50 ár aftur í tímann - vegurinn á milli Akureyrar og Reykjavíkur var með svona skreytingum -
þá tók 14-16 tíma að fara á milli - - stoppað í Varmahlíð og á Blönduósi og í Hrútafirðinum og Borgarnesi -
áður var líka stoppað í Bakkaseli og Fornahvammi - en það munu aðallega hafa verið flutningabílstjórar.
![]() |
Þau bara keyrðu ofan í holu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ruglaðir lögreglumenn? Eða hver er ruglaður?
18.10.2010 | 12:41
Sko - í fyrsta lagi er verið að fæla fólk úr landi - það dregur úr álagi -
í öðru lagi - það er miklu lengra til Eskifjarðar frá ráðuneytinu en austur á Selfoss - þannig að - ráðherra mætir bara með sitt starfsfólk þegar á þarf að halda.
í þriðja lagi - eftir dóminn yfir Pólverjunum/Litháunum - sem réðust á lögreglumenn að störfum á Laugavegi á sínum tíma - þá eru lögreglumenn réttlausir - eiga vart tilverurétt og geta því ekki sett fram neinar kröfur.
Öryggi lögreglumanna er í lágmarki - og svo má heldur ekki dæma þá sem kasta í þá grjóthnullungum -
virðist sem ráðuneytið líti þannig á málin að það sé í lagi að kasta grjóti í lögreglumenn en ekki rúður -
Eða hver voru ummælin eftir að rúða var brotin i Dómkirkjunni - ( sem er ólíðandi )?
Það er okkar öryggi - okkar hagur að löggæslan sé í lagi - við getum líka lagt okkar af mörkum með því standa með okkar löggæslu -
![]() |
Vegið að öryggi Sunnlendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjölmiðlar og hjákonur.
18.10.2010 | 10:15
Fjölmiðlar segja frá kvörtunum um ágang fjólmiðla - segja frá beiðnum um að einkalíf fólks sé virt - EN HALDA ÁFRAM AÐ OFSÆKJA FÓLKIÐ - - er ekki eitthvað að í stéttinni?
Fjölmiðlafólk segir gjarnan - almenningur á heimtingu á því að fá fréttir - Hvurn sjálfann ....... varðar mig um það að einhver maður hinumegin á hnettinum eigi hjákonu??????full á bíl með 7 börn í bílnum ?
Þarf ég að vita það að kona í Ástralíu hafi verið tekin full undir stýri með 7 börn í bílnum?
Fjölmiðlafólk ætti að fara að hugsa sinn gang - hér heima hópast öll hjörðin ef einhver (Sturla) fer af stað með 3-4 félögum sínum - en ef um er að ræða jákvæða atburði láta þeir helst ekki sjá sig.
Svar fjölmiðlamanns sem ég ræddi þetta við fyrir mörgum árum - við eigum að segja frá því sem er að - það þarf ekki að segja frá því sem er í lagi - það eiga allir hlutir að vera í lagi -
Sjúka fólk (fjölmiðlafólk) - stanslaus neikvæðni og niðurrifsfréttir hafa áhrif á þjóðina - okkur nægir niðurrifsstarfssemi stjórnarinnar - það má líka finna jákvæða hluti í þessu þjóðfélagi.
Afbökun raunverulegra frétta gefur fólki ranga mynd af málum - hlutdrægni í "frétta"flutningi gerir ykkur ótrúverðug.
Virðið einkalíf fólks - "Aðgát skal höfð í nærveru sálar".
![]() |
Námumenn kvarta undan ágangi fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)