Slakið á - Ísland er að koma - eða Ísland úr NATO?
11.12.2010 | 09:10
Læti eru þetta -
Veit fólkið ekki að Jóhanna ( Samfylkingin ) og Steingrímur ( VG ) eru að koma til bjargar.
Þau ætla að koma Íslandi inn hvað sem tautar og raular. Þá verða engin vandræði með Evruna - atvinnuleysið í ESB hverfur - og Evrópa verður aldingarður veraldar.
Eða hvað -
![]() |
Merkel og Sarkozy ræða vanda ESB-ríkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Noregur og ESB - NATO.
11.12.2010 | 08:46
"Frændur okkar og vinir" í Noregi og leiðtogar þeirra í ESB hafa nú komist að "samkomulagi".
Samkomulagi sem felur það í sér að Ísland á að halda sér saman og gera það sem bandamennirnir úti segja. Ekki veiða innan ykkar lögsögu nema það sem vinirnir ákveða.
Svo koma skotar - sem eitt sinn voru stoltir og sjálfstæðir - og segja Íslendinga vera óábyrga.
Hnignun skota birtist m.a. í framleiðslu á fyrirbærum eins og gordon brown og darling sem eru væntanlega afkomendur þeirra skota sem seldu sig englendingum fyrir margt löngu.
Norðmenn sem hér réðu ýmsu á öldum áður vilja ráða aftur - hafa reyndar valdið okkur stórtjóni á fiskmörkuðum í gegnum áratugi með undirboðum sem þeir fjármagna með olíugróðanum.
Núna vilja þeir koma í veg fyrir að við veiðum - þá hafa þeir markaðina fyrir sig og sína í esb.
Er ekki kominn tími á endurskoðun "samstarfsins" við norðurlandaþjóðirnar?
Er kanski kominn tími á að endurskoða veru okkar í NATO?
![]() |
646.000 tonna makrílkvóti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Steingrímur þvættingur.
11.12.2010 | 04:40
"Þá er þetta að verða býsna myndarlegur jólapakki," Sagði SJS.
Samkomulag um skuldavanda heimilanna setti hann líka inn í þessa yfirlýsingu -
Sá samningur fól ekkert annað í sér en afskrift óinnheimtanlegra krafna - krafna sem ekki var nokkur leið að fá greiddar.
Svona til þess að lækkun skulda heimilanna yrði nú ekki mannsæmandi liggur fyrir hækkun á ýmsum þáttum t.d. áfengi - bensíni o.fl. sem snarHÆKKAR skuldir heimilanna vegna fáránlegrar vísitölutengingar.
Og svo hrundi spilaborgin vegna vegaframkvæmdanna - Ekkert sem þessi lánlausa stjórn kemur að gengur upp - Stjórnarandstaðan bjargaði því sem bjargað varð í Icesave málinu. SJS sér það ekki enn og reynir að halda því fram að landráðasamningur Svavars hafi verið býsna góður.
Björn Valur var ótrúlegur í málflutningi sínum í þinginu þegar fjárlögin voru rædd. Kom upp aftur og aftur og talaði um hve miklum árangri stjórnin hefði náð - kom upp í andsvörum og vældi - EN GETUM VIÐ ÞÓ EKKI VERIÐ SAMMÁLA UM AÐ ..... Það þarf sérstaka manngerð til þess að setja "árangur" stjórnarinnar í fjármálum í jákvæðann búning.
Veruleikafirrtir menn á borð við Steingrím og Björn Val eru sem betur fer sjaldgæfir.
Myndarlegur jólapakki væri afsögn stjórnarinnar og að boðað yrði til kosninga í mars/apríl og að fram að þeim tíma sæti þverpólitísk starfsstjórn.
![]() |
Viðræðuslit við lífeyrissjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)