Steingrímur þvættingur.

"Þá er þetta að verða býsna myndarlegur jólapakki," Sagði SJS.

Samkomulag um skuldavanda heimilanna setti hann líka inn í þessa yfirlýsingu -

Sá samningur fól ekkert annað í sér en afskrift óinnheimtanlegra krafna - krafna sem ekki var nokkur leið að fá greiddar.

Svona til þess að lækkun skulda heimilanna yrði nú ekki mannsæmandi liggur fyrir hækkun á ýmsum þáttum t.d. áfengi - bensíni o.fl. sem snarHÆKKAR skuldir heimilanna vegna fáránlegrar vísitölutengingar.

Og svo hrundi spilaborgin vegna vegaframkvæmdanna - Ekkert sem þessi lánlausa stjórn kemur að gengur upp - Stjórnarandstaðan bjargaði því sem bjargað varð í Icesave málinu. SJS sér það ekki enn og reynir að halda því fram að landráðasamningur Svavars hafi verið býsna góður.

Björn Valur var ótrúlegur í málflutningi sínum í þinginu þegar fjárlögin voru rædd. Kom upp aftur og aftur og talaði um hve miklum árangri stjórnin hefði náð - kom upp í andsvörum og vældi - EN GETUM VIÐ ÞÓ EKKI VERIÐ SAMMÁLA UM AÐ .....  Það þarf sérstaka manngerð til þess að setja "árangur" stjórnarinnar í fjármálum í jákvæðann búning.

Veruleikafirrtir menn á borð við Steingrím og Björn Val eru sem betur fer sjaldgæfir.

Myndarlegur jólapakki væri afsögn stjórnarinnar og að boðað yrði til kosninga í mars/apríl og að fram að þeim tíma sæti þverpólitísk starfsstjórn.


mbl.is Viðræðuslit við lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband