Engar áhyggjur

Hann er sjálfur búinn að gefa það út að birting skjalanna setji ekki nokkurn mann í hættu.
mbl.is Mamma Assange hrædd um soninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laga efnahagsástand heimsins -

Samkvæmt orðum Bandaríkjaforseta hófst kreppan á því að húsnæðiskaupendur í Florida gátu ekki staðið í skilum og lauk með efnahagshruni á Íslandi.

 Svo var Lehmannsbanki látinn fara á hausinn með sínum skelfilegu dominóafleiðingum -

Núna kemur Clinton og segir  m.a.

Ríkisstjórnin fylgir öflugri utanríkisstefnu sem miðar að því að styrkja þjóðarhagsmuni Bandaríkjanna og hafa forystu í heiminum um að leysa flóknustu viðfangsefni okkar tíma, eins og að laga efnahagsástand heimsins,

Mikið lifandis ósköp hefði það nú verið léttbærara að bandaríkjastjórn hefði stöðvað hrunið heima hjá sér í stað þess að ausa því yfir heimsbyggðina.


mbl.is Clinton um Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur það verið??

Hinn íslenski samstarfsmaður eða starfsmaður Wikileaks fullyrti fyrir skömmu að engin hætta væri á ferðum -samstarfsmenn bandaríkjastjórnar væru óhultir - engin nöfn.

Nú - ef það sem Kaninn segir - er þetta rang - blaðamenn - trúarleiðtogar og baráttumenn allskonar sem veitt hafi upplýsingar séu í hættu.

Svo er forsvarsmaður lekans í felum -

Burtséð frá eðli lekans og tilurð þeirra gagna sem hann birtir - eru forsvarsmenn hans ekki samsekir ef einhverjir verða myrtir í kjölfar birtinganna?

 

 


mbl.is Munu vernda heimildarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband