Ætlaði að græða rosalega - en
28.4.2010 | 22:26
Þessi maður tók þátt í græðgisvæðingunni - keypti lóð og ætlaði að græða
svo kom skellur og þá var hlaupið heim til mömmu.
Ef borgin tekur við lóðinni aftur má með sama hætti gera þá kröfu til bankanna að þeir endurgreiði alla samninga sem gerðir voru og hrundu - Samningar bankanna hrundu vegna aðgerða þeirra sjálfra og fólk situr í súpunni - Borgin stóð við að afgreiða það sem um var beðið -
hversvegna í ósköpunum ætti borgin að endurgreiða eitt eða neitt? Endurgreiðir Egill fólki sem er í vandræðum eftir bílakaup hjá honum sem lentu í hruninu????
Hættu þessu væli maður - það lýsir langar leiðir af þessari kæru - það eru að koma kosningar og þú ert að reyna að tilla undir þitt fólk með þessu - það gengur ekki - þar er alltof mikil froða á ferðinni.
Ef stjórnsýslulög - eða lög yfirleitt - fela það í sér að gróðabrallarar eins og þú geti fengið allt endurgreitt þegar þið sjáist ekki fyrir í græðginni - þá eru lögin röng.
![]() |
Brimborg kærir Reykjavíkurborg til umboðsmanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ha - virkilega
28.4.2010 | 02:30
Reyndar vita þetta allir nema ólánssöm ríkisstjórn sem telur sig vera í vinnu hjá bretum og hollendingum.
Takk samt fyrir stuðninginn.
![]() |
Óréttlátt að íslenska þjóðin beri ein kostnaðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ofurvald fjölmiðla -
28.4.2010 | 02:22
Vald fjölmiðla er mikið - svo mikið að þeir geta snúið þjóðfélagsumræðunni þangað sem þeim hentar.
Ástæðan er sú að við tökum mark á því sem frá þeim kemur - í umræðunni segjum við að við tökum ekki mark á þeim -
Ég ræddi þetta eitt sinn við þaulvanann fréttamann og gagnrýndi rangar "fréttir" og hugsanlegar afleiðingar - neinei við höfum nú ekki svona mikil áhrif - nú - hefur þú sagt þeim fyrirtækjum sem auglýsa hjá ykkur að þið hafið ekki áhrif? Og þar er hundurinn grafinn - fjölmiðlar eru gífurlegt afl.
Fjölmiðlafólk hefur ótrúlega mikil áhrif - þess vegna er undarlegt að lesa um innanbúðarmein þeirra sjálfra.
Væntanlega tekur Helgi Seljan aðila málsins á beinið ( er kanski búinn að því ) nú eða Egill.
![]() |
Öllum spurningum svarað á stjórnarfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)