Ætlaði að græða rosalega - en

Þessi maður tók þátt í græðgisvæðingunni - keypti lóð og ætlaði að græða

svo kom skellur og þá var hlaupið heim til mömmu.

Ef borgin tekur við lóðinni aftur má með sama hætti gera þá kröfu til bankanna að þeir endurgreiði alla samninga sem gerðir voru og hrundu - Samningar bankanna hrundu vegna aðgerða þeirra sjálfra og fólk situr í súpunni -  Borgin stóð við að afgreiða það sem um var beðið -

hversvegna í ósköpunum ætti borgin að endurgreiða eitt eða neitt?  Endurgreiðir Egill fólki sem er í vandræðum eftir bílakaup hjá honum sem lentu í hruninu????

Hættu þessu væli maður - það lýsir langar leiðir af þessari kæru - það eru að koma kosningar og þú ert að reyna að tilla undir þitt fólk með þessu - það gengur ekki - þar er alltof mikil froða á ferðinni.

Ef stjórnsýslulög - eða lög yfirleitt - fela það í sér að gróðabrallarar eins og þú geti fengið allt endurgreitt þegar þið sjáist ekki fyrir í græðginni - þá eru lögin röng.


mbl.is Brimborg kærir Reykjavíkurborg til umboðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Jóhannsson

Ólafur. Það er mikill kostur að menn kynni sér málin áður en þeir tjá sig. Þú hefur augljóslega ekki gert það. Förum skipulega í gegnum færsluna þína.

Þú segir að ég hafi ætlað að græða með því að sækja um lóð en skýrir það ekkert frekar. Við sóttum um lóð og fengum úthlutað í febrúar 2006. Þegar við sóttum um þurftum við að útskýra mjög nákvæmlega fyrir borginni hvað við ætluðum að gera við lóðina.

Það gerðum við og var markmiðið að byggja upp Volvo atvinnutækjasviðið á þessu svæði. Atvinnutæki eins og vinnuvélar, vörubílar og bátavélar ásamt vörubílskrönum og öðrum fylgihlutum taka mikið pláss og mikill vöxtur hafði verið í þessari grein. Því var þetta mikið framfaraskref að geta horft til framtíðar t.d. næstu 20 árin með uppbyggingu á þessari lóð. Ég veit ekki hvað þú m meinar með gróða en hugsanlega ertu að meina að Brimborg hafi ætlað að braska með lóðina. Það er rangt eins og ofangreint sýnir.

Þá komu við að því að þegar borgin úhlutar lóðum og krefst nákvæmrar skýringar á því hvað maður ætlar að gera þá BANNAR borgin manni að selja lóðina ef maður hættir við að byggja upp þá starfsemi sem maður ætlaði sér í upphafi. Og hvað segir borgin í úhlutunarskilmálum að maður verði þá að gera - jú, skila lóðinni. Og hvað segja LÖGIN borginni að gera þegar maður skilar lóð - jú, endurgreiða upphæfðina sem lóðarhafinn borgaði í upphafi pús verðbætur. En enga vexti og því tapar maður vöxtunum. það er eðlilegt því þá gera menn þetta ekki að ganni sínu. Skil eru neyðarúrræði ef forsendur bresta. Bankahrunið er forsendubrestur.

Svona eru reglurnar og lögin, kæri Ólafur. En þú tekur dæmi af bíl sem Brimborg myndi væntanlega ekki taka til baka ef við værum búnir að selja hann. Þetta er ótrúlega heimskulegt dæmi því á sama tíma myndum við ekki banna þér að selja bílínn. Ef þú myndir kaupa bíl af okkur á þeim skilmálum að þú mættir ekki selja hann en ef þú myndir hætta við að nota hann þá yrði þú að skila honum þá væri það annað mál. Og þá myndum við auðvitað taka við honum. En skilmálarnir eru bara ekki þannig þegar þú kaupir bí.

Reyndar er enn áhugaverðara dæmi hægt að taka varðandi bílinn. Ef þú hefðir eins og svo margir gerðu tekið bíl á rekstrarleigu eða einkaleigu hjá Brimborg þá hefðu verið annarskonar skilmálar. Og veistu hvernig þeir eru? Jú, þeir eru þannig að Brimborg skuldbindur sig til að taka bílinn til baka og BANNAR þér að selja hann. Við höfum selt þúsundir bíla undanfarin ár á þessum forsendum. Og hvað erum við að gera núna, bæði fyrir hrun og eftir hrun. Nú auðvitað stöndum við við samninginn og tökum bílana til baka. Við breytum ekki reglunum afturvirk eins og borgin og hættum við að taka bílinn.

Þú segir að það lýsi af þessari kæru að það eru að koma kosningar. Enn og aftur ferðu villu vegar. Við skiluðum lóðinni 9. október 2008, löngu fyrir kosningar. Borgin hafnaði og við kærðum til ráðuneytis samgöngu- og sveitarstjórnarmála 7. apríl 2009. Löngu fyrir kosningar. Við fengum niðurstöðu 7. febrúar 2010 og sú niðurstaða var Brimborg í hag þ.e. borgin braut á Brimborg. Borgin sendir okkur bréf 19. febrúar 2010 og ákveður að hundsa niðurstöðu ráðuneytisins. Við kærum það til ráðuneytisins 26. feb. og fáum svar 13. mars um að ráðuneytið ítreki úrskurð sinn. Þá kærum við til umboðsmanns Alþingis 26. apríl.

Það er því augljóst á þessi ferli að ekki var það Brimborg sem dró lappirnar heldur borgin sem þrjóskast við og ráðuneytið sem tekur langan tíma. Það er þess vegna sem þetta er komið nálægt kosningum.

Borgin hefur nú þegar endurgreitt fjölda fyrirtækja og fjölda fjölskyldna en hætti því skyndilega í byrjun október 2008. Borgin braut því jafnræðisreglu stjórnsýslulaga og það er lögbrot. Brimborg er eitt af mörgum fyrirtækjum ásamt mörgum fjölskyldum sem borgin braut á. Stjórnvöld eiga ekki að brjóta lög, Ólafur.

Ég ítreka að lokum mikilvægi þess að þú kynnir þér málavexti áður en þú gagnrýnir. Málefnaleg gagnrýni er af hinu góða en þín gagnrýni fellur því miður ekki undir þann flokk gagnrýni.

Egill Jóhannsson, 28.4.2010 kl. 23:15

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þakka upplýsingarnar - les þetta allt innan skamms en - eins og þú segir þið hafið selt þusundir bifreiða undanfarin ár - ég tók líka fram að ef braskarar geta hent t.d. lóðum aftur í opinbera aðila þegar "plönin " misfarast þá eru lögin röng - þú bannar fólki ekki að endurselja bíla ( ekki heldur þá sem eru með 2 sinnum hærri kvaðir á sér en fæst fyrir þá - )  þú skilaðir lóðinni aftur - en kemur núna korteri fyrir kosningar og auglýsir grimmt hve borgarstjórn - sem stendur líka frammi fyrir forsendubresti - sé vond --

það sem kemur hér fyrir neðan ætti að segja þér eitthvað - svara hinu betur síðar - en ágæti Egill - ef þetta var allt svona afspyrnu heimskulegt hjá mér - hversvegna varstu að svara því???

Vígin gefa sig eitt af öðrum.  Á Svipunni er frétt undir fyrirsögninni Bankar semja um myntkörfulán og þetta að stjórn Íslandsbanka vill koma til móts við þá sem tóku bílalán.  Vissulega kemur í hvorugri fréttinni fram hvað er gert og hvort það verður afturvirkt, en orð eru til alls fyrst.  Nú er bara að vona, að það taki ekki marga mánuði þar til næstu skref verða tekin.

Ég hef oft sagt, að bankarnir eiga að vinna með viðskiptavinum sínum að lausn vandans.  Það á að vera markmið allra fyrirtækja að viðhalda langtíma viðskiptasambandi við viðskiptavini sína.  Því fyrr sem hægt verður að leysa vanda heimila og fyrirtækja, því fyrr læknum við þjóðfélagið.  Lækningin verður að felast í því að ÖLL heimili og fyrirtæki séu eins virk og hægt er í því að skapa hagvöxt.  Þannig er staðan ekki í dag.

Ég skora enn og einu sinni á fjármálafyrirtækin að koma til viðræðna við hagsmunaaðila og samtök lántaka um leiðir út úr þessum vanda.  Ég trúi því ekki, að menn vilji bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar hvort heldur í bílalánamálunum eða málum sem farin eru í gang varðandi forsendubrest og önnur sem eru í undirbúningi um markaðsmisnotkun, fjárhagsglæpi og fleira eftir því.  Ég trúi því að til sé betri og fljótvirkari lausn og skora enn og aftur á fjármálafyrirtækin að koma að samningaborðinu.  Hagsmunasamtök heimilanna eru hvenær sem er búin til viðræðna.  Það er betra að semja en að fá yfir sig lög eða dóma.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.4.2010 kl. 05:48

3 Smámynd: Hamarinn

Það er nú vaninn hjá síðueiganda að bulla sem frekast hann má , þá sérstaklega um málefni sem hann veit ekkert um.

Þessi upphaflega færsla, er í besta falli kjánaleg.

Svo spyrð þú. Ef þetta var svona heimskulegt hjá mér, af hverju varst þú þá að svara?

Þvílík spurning.

Semsagt. Á þessari síðu bullar síðueigandi af innlifun.

Hamarinn, 29.4.2010 kl. 23:05

4 Smámynd: Hamarinn

Áróðurinn gegn sjálfstæðisflokknum hefur verið svo gengdarlaus, að múgsefjunin hefur náð nýjum hæðum. Skrifar þú á blogg Sigurðar Sigurðssonar.

Þarft þú ekki að leita þér hjálpar?

Hamarinn, 30.4.2010 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband