Upphlaupið
1.5.2010 | 06:24
Fyrir nokkrum dögum rauk allur ferðabransinn upp um alla veggi og ríkisstjórnin tók undir -
afbókanir - hrun - allt að fara Steingríms til - og hvað?
Þegar Kröflueldar hófust var ég erlendis - þar fluttu óábyrgir fjölmiðlar þannig "fréttir" að við sem sáum þær fréttir héldum að landið væri allt að fara undir hraun - annað kom í ljós - enn er leikurinn endurtekinn - upphlaup - læti - hamagangur -
Vitanlega hægðist á bókunum einhverja daga - en sannið til - þetta gengur allt til baka og gosið mun AUKA komu ferðamanna til landsins - ferðamann sem munu vilja sjá hvar gosið er/eða var.
![]() |
Hægst hefur á afbókunum og fyrirspurnir vekja vonir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hið nýja Ísland
1.5.2010 | 00:59
Fjármálaráðherra talar mikið um óráðsíu - glæpsamlega meðferð fjár - klíkur og mútur -
Vissulega fóru bankarnir hroðalega að ráði sínu -
en hvað má þá segja um fimm hundruð milljóna loforð ráðherrans - ÁN ÞESS AÐ ÞINGIÐ SÉ SVO MIKIÐ SEM SPURT - fyrst var það Svavarssmánin - svo aukasamningur - Viljayfirlýsingarforsmánin og svo þetta.
Kanski er hann að fikra sig niður listann í von um að einhversstaðar komi skil sem hann geti leikið sér með.
ALÞINGI FER MEÐ FJÁRMÁLAVALDIÐ - fimm hundruð milljónir geta varla flokkast undir skúffupening ráðherra.
![]() |
Ráðherrar útdeili ekki peningum í sjónvarpsviðtölum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
FRAMSAL? - JÁ NÚNA
1.5.2010 | 00:49
Vitanlega á að verða við framsalskröfunum - hversvegna að halda þessum mönnum upphér???
Er ekki langur biðlisti?? Hversvegna að eyða miljónum í fangavist þessara manna þegar þeir geta afplánað heima hjá sér - þar sem þeirra bíða enn fleiri dómar.
![]() |
Ákvörðun um framsal felld úr gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)