Upplýsingaskortur
15.1.2010 | 06:08
Hvað á konan við - SJS og JS eru búin að "upplýsa" okkur vel og rækilega um það hvað við værum vont fólk ef við borgum ekki.
Þau eru líka búin að setja okkur í gapastokk hækkaðra skatta og álagnginga - niðurfellinga niðurgreiðslna lyfja ( var í Lyfju í gær - ætlaði að ná í lyf sem gerir mér kleift að tóra - það er komið úr því sem næst engu í 15.000) - og hækkaðs verðs á hverskonar vöru og þjónustu. Allt þetta hefur verið vel og rækilega kynnt - þannig að það að bera svona upp á stjórnvöld er rangt - við erum vel upplýst um þessi mál sem og hvað gerist ef þetta og hitt er ekki samþykkt fyrir þessa og hina dagsetninguna.
Það sem vantar er að fulltrúar þjóðarinnar geri grein fyrir málstað Íslands og okkar sem hér búum.
Þar verðum við að treysta á stjórnarandstöðuna - Indefens hópinn - forsetann og útlendinga.
Ég hvet þann hóp til aðgerða.
Skýri hina hliðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.