ÓÞOLANDI SKEPNUSKAPUR
15.2.2010 | 07:56
Þessi fyrirtæki halda áfram að mala gull (ál) fyrir þjóðarbúið eins og ekkert sé.
Hvar er Svandís???
Á ekkert að gera í því að loka þessum fyrirtækjum??
Allt þetta fjárstreymi er gjörsamlega óþolandi og getur bara orðið til þess að uppbyggingin tekur skemmri tíma en ef þeim væri lokað - það þjónar ekki hagsmunum VG.
Flott hjá Svandísi að tefja alla uppbyggingu í þessum bransa sem mest.Svo þarf líka að leggja niður sjávarútveginn - það koma bara allskonartekjur af honum - því verður að linna.
Allar hugmyndir um einhver tölvuver verður líka að kæfa - strax - það gæti skapa hroðalega miklar tekjur sem VG vill jú ekki að gerist. Og svo eru þessi fyrirtæki með fullt af fólki í vinnu sem ætt að sjálfsögðu að vera á atvinnuleysisbótum.
Hvernig á VG að takast að drepa samfélagið í samstari við Sf ef fyrirtæki eru að skapa atvinnu og tekjur??
Þetta gengur bara ekki.
Álið skilaði 177 milljarða útflutningstekjum í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 15.2.2010 kl. 08:33
177 milljarðar ísl kr. Hver á þá milljarða- Ísland ? Nei - eigandi álveranna á um 3/4 hluta - Ísland fær um 50 milljarða af upphæðinni. Af henni fer mjög stórhluti í vexti og afborgarnir af virkjunum vegna raforkusölu. Hitt eru laun og skattar sem við fáum. Við erum kannski að tala um 20-25 milljarða sem verða eftir í landinu-núna. Það má láta tölur blekkja. En við verðum samt að nýta okkar orku af- viti...
Sævar Helgason, 15.2.2010 kl. 08:36
Óttalegt bull er þetta hjá þér. Það er miklu betra að leyfa vændi og Casino. skilar meiri tekjum í búið og mengar minna. Álver eru fyrir lúsera.
Björn Heiðdal, 15.2.2010 kl. 08:36
Þessi frétt gefur skakka mynd af starfsemi álvera. Á móti þessum tekjum kemur innflutningskostnaður. Þar að auki er hagnaðurinn að miklu leyti fluttur úr landi.
Árni (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 08:53
Sævar, afborganir af virkjunum er fjárfesting.... mjög góð fjárfesting
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2010 kl. 08:53
Sævar hvernig færðu töluna 50 milljarðar út? Það vill einnig gleymast hjá ykkur andstæðingum virkjana að það skapast mikið af afleiddum störfum hjá álverum. Ég hef heyrt að það séu hátt í 200 fyrirtæki með þjónustu við álverið á Grundartanga t.d. Það sem fer út er gjaldeyrir sem greiðir fyrir aðföng þ.e. súrálið og svo fer bara arður ef einhver er. Hitt fer í veltu innanlands. Það þarf að horfa á meira en bara raforkusölu þegar dæmið er metið.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 15.2.2010 kl. 09:23
Ólafur Ingi, þetta er allt saman hárrétt hjá þér, þessi tekju- og gjaldeyrisöflun er alveg óþolandi í draumaríki VG. Ef svona heldur áfram, er stórhætta á að þetta gæti farið að skapa hagvöxt í landinu, en ef það gerðist, þá gæti jafnvel fækkað á atvinnuleysisskrá og ekki kærir VG sig um það.
Nei, það á að leggja áherslu á "eitthvað annað". Ekki skapar það atvinnu, gjaldeyri eða hagvöxt, en fellur algerlega að framtíðardraumum VG.
Axel Jóhann Axelsson, 15.2.2010 kl. 09:42
Auðvitað er þetta hárrétt. Það er kominn tími til að fólk skilji það að hér á þessu "djöfuls náskeri" átti sig á því að hér eru ekki nema tvenns konar tækifæri í boði ef fólk á að liiiiiiiiiiiifa. Það er risavirkjanir = stóriðja=álver= Rio Tinto. Eða þá fjallagrös. Hver nennir að tína fjallagrös? Það sjá það allir greindir menn- og hægri menn svonefndir eru þó í það minnsta greindir menn að smáaurar eins og 200 milljónir duga ekki til þess að skapa 1 starf nema með góðri hjálp líknarstofnana eins og Rio Tinto.
Reyndar vill nú þannig til að "eitthvað annað" er öll þau störf önnur en störf við stóriðju og álframleiðslu og allur útflutningur annar en ál. Ekki hef ég handbærar tölur um það, en það skiptir auðvitað ekki máli hér á þessum vettvangi greindra manna.
Ég vil einnig taka undir það að haldi fram sem horfir og Svandísi takist að leggja sjávarútveg niður þá erum við illa stödd. Reyndar hef ég aldrei heyrt Svandísi segja þetta en það er ekki að marka því ég sit ekki fundi hjá henni og hef ekki stutt vinstri græna þótt ég sé svo stórhættulegur kommúnisti að halda því fram að Davíð hafi ekki verið sendiboði Almættisins í stjórnsýslu okkar.
En ég hef reyndar mínar hugmyndir um eitthvað annað til að skapa útflutningstekjur þegar álverð fellur og þegar gengi krónunnar verður eins og hjá siðuðum þjóðum ef okkur tekst að ná okkur upp úr skuldafeni sem veisla Davíðs & co bauð okkur til.
Og þetta "eitthvað annað" er alþjóðleg löggildingarstofa fyrir hálfvita.
Árni Gunnarsson, 15.2.2010 kl. 10:29
Sævar - það er rétt sem kemur fram hjá Gunnari Th. Það mun stærra hlutfall sem verður eftir hér - bæði í formi afborgana af fjárfestingunni - og lestu það sem Adda skrifar - þú gætir lært af því.
Axel - rétt hjá þér - það væri nú ljóta klúðrið ef hagvöxtur færi vaxandi - eða þannig. Fækka á atvinnuleysisskránni ???- Guð hjálpi þér og fyrirgefi að tala svona ógætilega.
VG vill "eitthvað annað" og sama gildir um "náttúruverndarsinna" góð spurning um löggildinguna.
Hagvöxtur - framfarir - uppbygging virðast vera hugtök sem stjórnin lítur á sem blótsyrði.
Svandís og sjávarútvegurinn - Jón - sjávarútvegsráðherra er í VG og framfylgir þeirra stefnu ( líka Svandísar ). Hann er reyndar búinn að fá Einar Kr. Guðfinnsson til þess að bjarga sér ( og VG ) úr snörunni.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.2.2010 kl. 12:17
Ég held að málið sé að þjóðnýta álið.
GAZZI11, 15.2.2010 kl. 12:30
Bara til að leiðrétta smávegis misskilning. Ég hef hvergi séð að Svandís margnefnd hafi tekið einhvern slag við fulltrúa sægreifanna. Kannski hefur það farið framhjá mér. Jón Bjarnason setti í gang smávegis tilraun í þá átt að vekja til lífsins atvinnuástandið í sjávarplássunum með strandveiðunum svonefndum. Þessi tilraun tókst með ágætum og sannaði tilgang sinn.
Þetta vakti upp þvílík ramakvein í herbúðum kommúnistanna í LÍÚ sem krefjast þess að sægreifar verði ríkisstyrktir til eilífðar að helst mátti skilja að heimsendir væri í nánd. Líklegt þykir mér að á þessum strandveiðum verði framhald en aldrei nema að því marki að fólk geti svona rúmlega sótt sér fisk í soðið án þess að vera dauðamenn.
Vinstri grænir hafa kjaftað ósköpin öll á landsfundum um fyrningu aflaheimilda en aldrei meint neitt með því vegna þess að þar, líkt og í sjálfstæðisflokknum eru ennþá kommúnistar litlu skárri en í sjálfstæðisflokknum. Kommúnistar sem trúa á Kerfið og alræði þess með allri sinni ríkisforsjá í atvinnumálum.
Kommarnir í Vinstri grænum eru búnir að samþykkja 400 milljarða fjárfestingu í virkjunum og stóriðju vegna þess að þeir hafa enga trú á sínum eigin boðskap um "eitthvað annað" þegar til kastanna kemur.
Grásleppukarlarnir öfluðu 2 milljörðum í útflutningstekjur án nokkurra virkjana. Grásleppuhrogn eru ásamt fjölmörgu öðru í atvinnustarfsemi okkar þjóðar "eitthvað annað."
Pólitískur ræfildómur blómgast af miklum þrótti hjá vinstri mönnum á Íslandi líkt og í öllum öðrum pólitískum uppeldisstöðvum heimskunnar hér á landi.
Árni Gunnarsson, 15.2.2010 kl. 13:32
Rétt hjá þér Sævar, þessar tölur eru eintómar blekkingar þar sem þessi fyrirtæki stóla á hvers konar brask til að koma sér undan opinberum gjöldum. Það er ekki nóg að ríkið hefur púkkað undir rassinn á þessum fyrirtækjum með alls kyns undanþágum og 50% afslætti af orkuverði miðað við t.d. Brasilíu, en þegar svo harðnar í ári hjá okkur og þau eru beðin að leggja aðeins meira til samfélagsins sem gaf þeim svo mikið þá fara þeir að skæla og koma með hótanir. Þetta er skítapakk, burt með það héðan.
Kári Samúelsson (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 13:34
Þjóðnýtum allt draslið og komum þessu í hendurnar á Íslendingum. Og pössum okkur á því að fiskimiðum okkar verði ekki breytt í einhvern pappírsfisk á borðum stjónmálamanna og fjárglæframenna.
GAZZI11, 15.2.2010 kl. 13:59
Ef við notum margföldunargildi Steingríms J. varðandi hve mikið álið skilur eftir í landinu þá er það 177 milljarðar x 0,35 sem gerir 62 milljarðar sem verða eftir í landinu.
Enn aðrir vilja nota margföldunar gildið 0,42 sem gerir 74 milljarðar séu þá eftir í landinu.
Andrés Ingi (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.