HVERS VEGNA???

Getur verið að þetta stafi af lækkun húsnæðisverðs?? Hruns í bílasölu? Snarminnkaðri áfengissölu?

Ekki er það vegna aðgerða stjórnarinnar - þær virka allar til kaupmáttarlækknunar -

Ekki eykst kaupmátturinn við skattahækkanir - ekki við verðhækkanir sem eru líka settar á samfara launalækkunum -

hver er ástæðan?  0.1% er svosem hvorki eitt nér neitt - en er þó há tala ef þetta væri hækkun á skynsemisvísitölu þingmeirihlutans. Úr 0%

 


mbl.is Kaupmáttur eykst lítillega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta þýðir í raun að greiðslubyrði lána heldur áfram að hækka hjá þeim sem eru í sjálfvirkri greiðslujöfnun þar sem hún miðast við launavísitölu. Þeir sem afþökkuðu þau úrræði og héldu sig við verðtrygginguna eru hinsvegar betur settir með hana því vísitala neysluvarðs lækkaði um síðustu mánaðamót.

Eftir alla þá gagnrýni sem verðtryggingin hefur fengið hlýtur þetta að vera áfellisdómur yfir svokölluðum úrræðum ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna, fyrst fólk væri betur sett án þeirra!

Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2010 kl. 10:45

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Enda er vanþekking stjórnarmeirihlutans á flestun eða öllum málum mjög yfirgripsmikil.

All sem gert hefur verið til góðs í gegnum árin er urðað en mistökin sett upp á borðið.

Allt í þágu inngöngu Jóhönnu í klúbb nýlendukúgaranna.

Það sem lagt er til grundvallar útreiknings framfærsluvísitölu er kolrangt -

Verðtryggingin er kolröng og eingöngu til þess fallin að þeir sem lána - lífeyrissjóðir - bankar og ........  tryggja sitt en lántakandinn sest alltaf á hakann -

kjósum núna - utankjörfundar - stöndum saman - segjum NEI NEI NEI

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.2.2010 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband