Kærum á móti -- Hvar er Össur
18.3.2010 | 18:14
Við eigum að kæra þetta lið fyrir að reyna að skaða fjárhagsstöðu þjóðarinnar - þeim er ljóst hvernig ástandið er hér eftir fjármálahryðjuverk útrásarvíkinganna þannig að þau vita að við erum í erfiðri stöðu.
Núna koma þessi "dýraverndunar" hryðjuverkasamtök og reyna að spilla utanríkisverslun þjóðarinnar og orðspori erlendis.
Össur á að kæra þetta umsvifalaust.
Kæra sölu íslensks hvalkjöts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef við erum að brjóta lög þá skiptir það engu máli hvort að við séum í slæmri stöðu eða ekki, við erum að brjóta lög.
Ef við erum ekki að brjóta lög, þá fellur þetta dómsmál um sjálft sig, en það er ekki ólöglegt að kæra til dómstóla til að fá úrskurð svo við getum ekkert kært þá fyrir að láta skera út um hvort að Ísland hefur brotið lög. Nema við viljum fá einhverja sérmeðferð en mér finnst við yfir það hafin.
Askur (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 18:22
Við erum ekki að brjóta lög - þessi málatilbúnaður sjálfskipaðra eftirlitsmanna er ekki til þess að vinna dómsmál heldur til þess að auglýsa sig.
Náttúruvernd er góð - náttúruverndarsóðar eru það ekki.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.3.2010 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.