Holdgerfingur vanþekkingarinnar

Dagur B Eggertsson skaut föstum skotum á meirihluta borgarstjórnar vegna golfvallarframkvæmda hjá GR. Talaði um kosningar o.fl.

Þessi samningur er reyndar arfur frá Steinunni Valdísi flokkssystur hans þannig að hér - eins og oft áður skaut þessi ómarkvissi blaðrari framhjá og hitti í þessu tilfelli Steinunni - ekki í fótinn heldur í hausinn -

Eftir því sem lesa má úr yfirlýsingu borgarinnar virðist hafa tekist að gera samninginn borginni hagstæðari en hann var hjá Steinunni.

Það er hinsvegar furðulegt hversu oft þessi holdgerfingur vanþekkingarinnar fær að gaspra og síðan koma leiðréttingar seint og um síðir eða jafnvel alls ekki. Fjölmiðlar ættu að temja sér önnur vinnubrögð og þá ekki síst þegar DBE á í hlut -


mbl.is Verið að efna samning um stækkun golfvallarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Er þetta ekki eitthvað það fáránlegasta sem heyrst hefur lengi ? Að það eigi að sóa skattapeningum fólks til þess að gera smá golfvöll. Og að það þurfi að kosta 26.000.000 króna að setja smá rörbút ofan í jörðina til að mynda eina holu fyrir golfkúlu.

Er einhver þörf á golfvelli fyrir 230 milljónir ? Bjargar þetta heimilunum sem eru í vanda ? Er þetta eitthvað sem Reykvíkingar vilja ? Væri ekki betra og eðlilegra að lækka skatta á Reykvíkingum um 230 milljónir ?

Ef þetta er sagt vera eftir einhverjum margra ára gömlum hugmyndum, þá er ekkert annað einfaldara en það að afskrifa þessar hugmyndir.

Þeir sem stunda golf geta borgað sjálfir fyrir sinn golfvöll, - að mínu mati.

Tryggvi Helgason, 18.3.2010 kl. 20:33

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er kanski þín skoðun að ekki þurfi að standa við gerða samninga -

Reykjavíkurborg stendur frammi fyrir því að efna samninga sem Steinunn gerði - þeir samningar féllu ekki úr gildi þótt Steinunn færi úr borgarstjórn.

Hvort samningur hennar og GR hafi átt rétt á sér er allt annað mál.

Þetta var EKKI HUGMYND HELDUR SAMNINGUR

Hönnu Birnu og borgarstjórninni BER að heiðra þann samning.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.3.2010 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband