Ótrúverðug vísindi

Haraldur Sigurðsson hefur ekki ( svo ég muni) áður sagt frá þessum augljósu hreyfingum - núna þegar eitthvað er farið í gang hefur þetta verið vitað undanfarna mánuði - Eru fleiri upplýsingar - sem eru vitað mál - sem hann gæti upplýst okkur um svona fyrirfram - ekki eftirá?

Núna virðist sem gosið í Fimmvörðuhálsi hafi í raun verið viðbúið - bara ekki þar - annarsstaðar.

Jarðskjálftar sem hafa verið að "læðast austur" hafa þá platað alla núna - eða eru laumujarðskjálftar og felukvikuhlaup að undirbúa Kötlugos?

Fræðingurinn má gjarnan upplýsa okkur um þetta mál - Kötlugos gæti nefnilega orðið stórt.


mbl.is Hætta á sprengigosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mikið til í þessu hjá þér Ólafur - ég óttast að ef af verður þá verður þetta risastórt skot - vatns/íss/gjósku

Jón Snæbjörnsson, 14.4.2010 kl. 10:22

2 Smámynd: eir@si

Það var alveg vitað að kvikan var á leiðinni upp í gíg Eyjafjallajökuls en svo tók hún upp á því að beygja til austurs og kom upp á hálsinum.  Það var búist upphaflega frekar við gosinu eins og það er að þróast núna.

Í sögulegu samhengi þá er þetta allt nokkuð eðlilegt því gos í Eyjafjallajökli hafa held ég alltaf á sögulegum tíma staðið yfir í marga mánuði ef ekki meira en heilt ár en með einhverjum hléum og lægðum.

Miðað við það sem ég held að hefði mátt ætla þá er það eina sem er að koma á óvart hvað gosið fer fljótt upp í Eyjafjallajökulinn.

Síðan er hefð fyrir því að Katla hafi gostið innan árs frá lokum goss í Eyjafjallajökli.  Það kann þó að verða eitthvað öðru vísi núna en áður því katla hefur haft hægar um sig síðustu 90 árin en vitað er til áður.

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur er hins vegar einkar flinkur að segja frá því að hann hafi séð fyrir hluti sem hann sér gerast jafnóðum.  Svona eins og þegar hann sagði að gosið væri búið viku eftir að það hófst af því að það kom smá lægð í það áður en nýja sprungan á Hálsinum opnaðist.

eir@si, 14.4.2010 kl. 10:25

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sprengigos undir svona kringumstæðum eru þekkt - ekki satt?

Hvað varðar Harald og hina - þessir fræðingar fóru í bæinn áður en fyrsta gosið hófst - það var ekkert að gerat -

allt sem fram hefur komið - og staðist - er það sem sagt er eftirá eða kemur frá heimamönnum.

Lokakaflinn hjá þér er því miður líka hárréttur -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.4.2010 kl. 10:53

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ef ekki hefðu verið vísindarannsóknir hefði gosið á Fimmvörðuhálsi komið öllum gersamlega á óvart. Það voru eingöngu vísindarannsóknir sem gerðu menn viðbúna. Hið sama gildir um viðvörunina í nótt um yfirvofandi gos í toppgígnum.  Vísindin eru ekki óskeikul því allar kenjar náttúrunnar eru ekki þekktar en jarðvísindi eins og önnur vísindi eru sannarlega trúverðug í aðalatriðum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.4.2010 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband