Matsfyrirtækin --- og Stóri bróðir í Valhöll.

Þessir óskeikulu álitsgjafar sem vita alla hluti betur en aðrir eru búnir að setja Ísland í ruslflokk - ekki síst vegna þess að vantrú þeirra á ríkisstjórn landsins er algjör -

Hitt á Pétur Blöndal að vita ( og getur fengið staðfestingu hjá andstæðingum flokksins ) að Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði matsfyrirtækjunum. Þau sendu bara frá sér það sem Valhöll sagði þeim að senda frá sér. "Langbesta mat í öllum heiminum" - Jájá Valhöll sagði þeim að segja það.

Á sama hátt og Valhöll segir dómurum landsins hvernig dóma eigi að fella í hvert eitt sinn.

Ennfremur eru allir opinberir starfsmenn í beinu sambandi við Valhöll og taka við fyrirmælum þaðan.

Viti Pétur þetta ekki ætti hann að lesa blogg stjórnarsinna hér á Mbl. Þar birtist stóri sannleikur.

Skýrsla rannsóknarnefndarinnar er frábær en fjarri því að vera fullkomin eins og þetta sem Pétur bendir á sýnir okkur - 

Það er fínt - ef skýrslan væri fullkomin væri að í fyrsta sinn sem eitthvert mannanna verk væri það.


mbl.is Ábyrgð einnig hjá matsfyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er að tala um Moody's, Standard & Poors og þess háttar matsfyrirtæki. Ég efast um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft áhrif á þau.

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 14:40

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er ekki bara verið að "þæfa" málið út í hið óendanlega - hvar er allt venjulegt fólk i dag ? því er ekki talað við það og það beðið um álit ?

Jón Snæbjörnsson, 14.4.2010 kl. 21:21

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Tómas - mér hefur skilist á andstæðingum flokksins að hann stjórni yfir höfuð öllu - bæði hér heima og erlendir og hafi meira að segja fellt Lehmannsbanka.

Fáránleikinn er orðinn slíkur að maður hlýtur að efast um geðheilsu þessa fólks.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.4.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband