Sigurður Kári Kristjánsson
26.4.2010 | 17:24
Sigurður Kári - nýkominn aftur inn á þing gekk framfyrir skjöldu og lagði fram fyrirspurn um viljayfirlýsingu breta - hollendinga og AGS sem jóhanna - steingrímur - gylfi og már skrifuðu einnig undir sem þjónar breta og hollendinga.
18. greinin mun skv. orðum Sigurðar gera fjölda fjölskyldna formlega gjaldþrota - það er skjaldborg ríkisstjórnarinnar - Sigurður tengdi þetta við þau mál sem blasa við sem eru fjármál ríkisins - fjölskyldna og fyrirtækja.
Allt hangir á spýtunni - það er EKKI lausn sem sjs muldraði útúr sér - að fólk geti um skamma hríð búið í húsnæði sem búið er að selja ofan af því.
Reyndar voru viðbrögð steingríms honum lík - í stað þess að svara málefnalega málefnalegri alvarlegri fyrirspurn fór hann í skítkast.
það er ekki skynsamlegt enda var honum svarað af kurteysi og festu af Sigurði Kár.
Nauðungaruppboðum ekki frestað frekar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þaðmætti kanski benda þér á að þetta er allt í boði Sjálfstæðisflokksins, sem ber alla ábyrgð á hruninu.
Aðalauminginn flúði land þegar skýrslan kom út. Og næstum hver einsati þingmaður þessa auma flokks er samofin spillingunni.
Svo opnaðu augun.
Hamarinn, 26.4.2010 kl. 17:49
Er sjálfstæðisflokkurinn nú orðinn Sigurður Kári? Er ekk bloggari hér að tala um Sigurð Kára? Ungur maður sem bendir réttilega á grafalvarlegt mál á þá virðingu af okkur skilið að við hlustum og veitum því eftirtekt sem hann er að segja í stað þess að eyðileggja málefnið með því að benda á eitthvað annað!
Alveg er mér saman hvaðan gott kemur!!
Áfram með þetta mál og látum ekki benda á einhver önnur mál til að reyna að breiða yfir þetta......piff!!
Langar að benda bloggara á þetta....Grétar Mar var svo vinsamlegur að benda mér á þetta:
http://visir.is/article/20100426/SKODANIR04/223034147
Kaffibolla takk!!
Addý (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 19:17
Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.4.2010 kl. 19:46
Nafn mitt hefur alltaf legið fyrir.
En bullið sem út úr þér vellur er engu lagi líkt.
Og dýrkun þín á þeim mönnum sem alla ábyrgð bera á því hvernig hér fór er fáránleg.Það er eins og sjálfstæðisflokkurinn hafi hvergi komið nærri stjórn landsins undanfarin ár.Taktu hausinn upp úr sandinum.
Hamarinn, 26.4.2010 kl. 19:54
Já bara ef Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn væru enn við völd. Þá væri allt svo gott. Helst með DO í framsætinu(grín).
Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.4.2010 kl. 19:59
Þórdís.
Það er gott að þú segir að þetta sé grín. Síðueigandi mundi ekki fatta það annars.
Hamarinn, 26.4.2010 kl. 20:02
Er að velta því fyrir mér hvort þú hafir heimild persónuverndar til að birta þessar upplýsingar, fyrir utan nafnið. Mun kanna það mál og grípa til aðgerða ef þær verða ekki fjarlægðar.
Hamarinn, 26.4.2010 kl. 20:04
Það er við manninn mælt....fólk komið í flokkarígsgírinn og búið að missa sjónir á málefninu!! Össss......
Ég geri ráð fyrir að þú bloggari megir leyta að upplýsingum um mig þar sem ég sjálfviljug kommenta á þína síðu....sem þú berð væntanlega fulla ábyrgð á.
Legg til að þú leyfir ekki komment nema frá þeim sem eru búnir að fara í umhverfismat!
Addý (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 20:37
AddÝ Sem ekki þorir að koma fram undir nafni.
Er þessi maður sem skrifar upphaflegu færsluna ekki í flokksgírnum?
Ég bara spyr.
Hamarinn, 26.4.2010 kl. 21:09
Hamarinn - sem heitir klárlega ekki Hamarinn....og ættir síst af öllu að væna aðra um kjarkleysi: Ég sef alveg á nóttunni þó þig langi til að vita hvað ég heiti. Ég þarf líka ekkert að leyna því - ég geng undir þessu nafni og ef þú þarft að fá að vita hvað ég heiti til þess að öðlast innri ró þá er þér velkomið að spyrja. En þú spurðir ekki......
Bloggarinn er sannarlega sjálfstæðismaður og það er ég ekki. Það veit hann líka vel. Við getum þó átt í málefnalegum samræðum þó ekki séum við alltaf sammála - eiginlega frekar sjaldan en það er líka allt í lagi.
Nú er ekki úr vegi að nefna að bloggarinn hefur farið í umhverfismat....
Addý (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 21:27
Fyrirgefið mér að svara ekki spurningunni sem til mín var beint.
Nei, ég sé hann ekki í flokksgír í færslunni - hann er að tala um Sigurð Kára sem að minni vitund er persóna, ekki flokkur. Ég skal líka tala um Sigurð Kára og framgöngu hans í dag....kannski hljómar það miklu betur afþví ég er ekki sjálfstæðismanneskja!
Málefnið skiptir mig máli!!
Addý (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 21:33
Sveinn Elías - það málefni sem ég vakti athygli á er hafið yfir alla flokka - með 18. grein viljayfirlýsingarinnar er því lýst yfir að tugþúsundir heimila eigi það á hættu að verða gjaldþrota - að sjálfsögðu þurfti að ræða það í þinginu og vekjaathygli á því - Framganga Sigurðar er honum til sóma á sama hátt og fyrri viðbrögð fjármálaráðherra voru honum til vansa - hann sá sig um hönd og var kurteis í seinna svari.
Hvað varða persónuvernd - þá mun ég í hvert sinn sem þú mokar ú haughúsi hugsana þinna inn á mína síðu birta upplýsingarnar sem eru hér fyrir ofan.
og hér
Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.4.2010 kl. 21:34
Ég benti á í fyrstu athugasemd, og ætla að benda á það aftur, að gjaldþrot flestra einstaklinga eru í boði sjálfstæðisflokksins, það var hann sem samdi reglurnar, lét ekkert fylgjast með bönkunum, sem hann gaf vinum sínum, og horfði ásamt samfylkingunni á allt hrynja aðgerðarlaus.
Svo kemur einn af þeim sem ber ábyrgð á öllu saman og fer að gagnrýna það að ekki sé hægt að fresta nauðungarsölum sem hann á stóran þátt í endalaust. Þetta er einhver mesti hræsnari sem situr á þingi nú um stundir.
Hvað var fyrsta mál sem þessi snillingur vildi láta ræða á alþingi í janúar 2009? Manstu það? Örugglega ekki, enda gjörsamlega blindur á allar misgjörðir þessa auma flokks gagnvart landsmönnum.
Svo er höfuðpaur hrunsins, sá sem setti seðlabankann á hausinn, flúinn land , af ótta við skýrsluna. Annar eins aumingi finnst varla hér á landi, þorir ekki að standa fyrir máli sínu.
Ég legg til að þú pantir þér heilaþvegil hjá Grefli.
Hamarinn, 26.4.2010 kl. 21:46
Addý.
Þú getur auðveldlega og hefur alltaf getað fundið út nafn mitt , þó ég noti nafnið Hamarinn. Það get ég hins vegar ekki með þig.
Hamarinn, 26.4.2010 kl. 21:48
Þingforseti ákveður hvaða mál eru tekin fyrir - þú ert sjálfsagt að tala um frumvarp um sölu áfengis í matvöruverslunum - þegar Sigurður sá hvað var að gerast fór hann tafarlaust til forseta og óskaði eftir því að þetta mál yrði tekið af dagskrá - það ætti engan veginn við að ræða það undir þessum kringumstæðum
En skaðinn var skeður og fáfróðir einstaklingar á borð við þig töldu að Sigurður hefði ráðið því að málið kom upp -
það er rangt eins og flest sem frá þér kemur og snýr að Sjálfstæðisflokknum
vert sæll
Ofanleiti 3 -- 103 Reykjavík
Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.4.2010 kl. 22:22
Sjálfstæðisflokkurinn ber semsagt enga ábyrgð á því hvernig hér fór allt til andskotans. allt núverandi ríkisstjórn að kenna, samkvæmt vel ígrunduðu mati þínu.
Alltaf þegar sjálfstæðismenn eru rökþrota og með allt niður um sig eins og þú, þá flýið þið af hólmi, alveg eins og guð ykkar, herra Davíð Oddson gerði.
Það er nú mikill kjarkur í þeim drullusokki, sem setti seðlabankann á hausinn.
Hamarinn, 26.4.2010 kl. 23:23
Sigurður Kári lét taka málið af dagskrá, þegar hann var orðinn aðhlátursefni meðal barna. Enda var honum síðan hafnað í síðustu kosningum.
Hamarinn, 26.4.2010 kl. 23:24
Hvurnig er það elsku Óli minn, hugsar þú aldrei um neitt annað en stjórnmál? Hvar eru konurnar í lífi þínu ? Veistu að bráðum ferðu að syngja þitt síðasta í þeim efnum ? Og hvenær ætlarðu að þiggja matarboðið hér hjá okkur hjónakornunum ? Þú ættir bara að vita hvað ég elda stórkostlega rétti úr lambaketi, svo farðu nú að koma góurinn og hættu að æsa þig svona út af stjórnmálunum. Annars er ég lítið skárri, þ.e.s. ég fæ reglulega kast, (köst), út af því fyrirbrygði sem kallast "forseti landsins".
Svei, svei og fussum svei, hefur karlgarmurinn enga sómatilfinningu? Að öllum líkindum ekki. Því síður að hann kunni að skammast sín. Og hversvegna er þetta embætti er eitt sinn stóð undir nafni, ekki lagt niður ? Það er mjög algengt að sjá auglýsingar í þessum dúr í lögbirtingi, " forseti Íslands verður frá næstu tvær vikur, við embætti hans tekur Jón Jónsson á meðan". Ég á bágt með að skilja þetta dæmalausa rugl. Og svo bruðlið, væri ekki nægjanlegt að hafa t.d. forsætisráðherra og jafnvel einhvern annan með, til að sinna þeim skyldustörfum sem forseti lýðveldisins þarf að sinna. Þá á ég EKKI við, þegar farið er til útlanda á kostnað almennings, til að taka við orðum og titlum sjálfum sér til heiðurs og dýrðar. Getur karlinn ekki borgað sjálfur ferðir sínar í slíkum tilgangi? Væri einhverju fyrirkomulagi sem þessu komið á, myndu sparast miklir peningar. Forsetinn gæti síðan sem best, lifað í góðu lífi, hann gæti auðveldlega tekið að sér að spá fyrir fólki, bæði hinn almenna borgara og auðvitað haldið áfram uppteknum hætti,að spá fyrir t.d. svona um veðurfar og yfirvofandi náttúruhamfarir. Sennilega verð ég sett í fangelsi fyrir bæði kjaftinn á mér og klærnar sem þetta krafsa. Þá er bara að taka því, það væri alveg tilvinnandi. Annars, viltu kannski heldur koma í grill í bústaðinn til okkar Lása, svo var ég búin að panta hjá þér bók, sem ég KREFST að fá að borga fyrir. Í Guðs friði ljúfur. Dana.
Dana Kristín Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 01:45
Þriggja og hálfs árs gamall drengur á Húsavík sagði
þegar fólk talar ljótt þá er hjartað að skíta.
Ég ætla að fara þes á leit við þig að þú haldir sora þínum frá þessari síðu - svona talsmáti er kanski dæmigerður fyrir þig og er kanski þitt aðalsmerki - ég vil hinsvegar eiga vitræn samskipti við fólk - eins og Addý - sem getur - þótt við séum ekki alltaf sannála - tjáð sig eins og siðuð manneskja og á fúkyrða.
Loka ábending til þín - það liðu nokkrar mínútur frá því að þingforseti Guðbjartur Hannesson tilkynnti að málið væri á dagskrá þangað til Sigurður hafði látið taka það af dagskránni. Enn ein ósannindi þín.
vertu sæll
Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.4.2010 kl. 01:49
Ágæta Dana - takk fyrir innlitið -
jú ég er svo sannarlega á leið í þinn góða mat -
hvað varða pólitík - ég hef virkilega mikla ánægju af vitrænum samræðum um það efni -
Hinsvegar - enda þótt ég hæli Sigurði Kára fyrir hans framtak að koma 18. greininni í viljayfirlýsingunni inn á Alþingi og þakki það - þá var mér brugðið - þetta ákvæði er svo stórt að mér ofbauð að það ætti að láta það bara svona renna í gegn án þess að þing og þjóð fengi færi á að ræða það og stöðva. Ég hélt að Svavarssamningurinn hefði kennt þeim eitthvað. En því miður.
Enn og aftur - mér var brugðið -
Varðandi forsetann - Aldrei hef ég verið stuðningsmaður hans EN við skulum ekki gleyma því að maðurinn er skarpgreindur og með eitt besta pólitíska nef sem fyrirfinnst á landinu. Það að neita undirskriftinni var snilld af hans hálfu - kom honum í sviðsljósið en þar vill hann vera - en svo í framhaldinu verður hann helsti opinberi talsmaður okkar erlendis og ég er klár á því að það hafið mikil áhrif á skoðanir ráðamanna - bæði í bretlandi - hollandi og um Evrópu alla. Þá var ég sáttur við hann - mjög. Og það var erfitt.
Nóg um það - læt sjá mig - bókin - ok - jájá - færð að borga tvöfalt.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.4.2010 kl. 09:12
Hamarinn, 27.4.2010 kl. 20:33
Og enn gubbar heigullinn í Ofanleitinu sem heitir
Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.5.2010 kl. 01:10
áttu ælupoka? Sjálfstæðissmjaðrari.
Hamarinn, 1.5.2010 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.