Skömm og smán

Það á að hækka laun Seðlabankastjóra um 400.000.-

Ástæðan er að þar verður að greiða samkeppnishæf laun !!!!!!

Er þá ekki rétt að aðrir landsmenn fá samkeppnishæf laun ???

Hvað með hjúkrunarfræðinga ?  Laun þeirra eru miklum mun betri erlendis - þar er litið á hjúkrunarfræðinga sem verðmæta ómissandi starfskrafta en hér virðist önnur skoðun vera ríkjandi -

hvet alla til þess að hugsa málin út frá því hvernig heilbrigðiskerfið væri án þeirra.

Við getum verið án svona margra bankastjóra en hjúkrunarfræðingar eru ÓMISSANDI


mbl.is Hjúkrunarfræðingar sjá fram á erfið ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Yfirvöld virðast aldrei gera sér það ljóst hvað hjúkrun er erfitt starf og hve mikil ábyrgð er á hjúkrunarfræðingum. Launin eru engan vegin í takt við ábyrgð og menntun. Í raun ætti enginn hjúkrunarfræðingur að vera með laun undir 300.ooo kr.

Rósa (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 12:55

2 identicon

Mig langar í þessu samhengi að benda á að ekki eru laun grunnskólakennara hætis hót betri, þau eru lakari en hjúkrunarfræðinga. Hvað yrði nú um kennslu í skólum landsins ef þeirra nyti ekki við, spyr sá sem ekki veit. Kennarar bera mikla ábyrgð og starfssvið þeirra vítt.

Sjúkraliðar, svo við tölum um þá, þeir eru hlekkur í keðju heilbrigðisgeirans og ekki hrópa þeir húrra fyrir launum sínum. Lífeindafræðingar, geislafræðingar...og svo mætti lengi telja. Það má ekki gleymast að starfsmenn heilbrigðiskerfisins mynda keðju...þar sem starf eins hefur áhrif á starf annars. Launakjör heilbrigðisstétta eru ekki til að hrópa húrra fyrir.

Allir bera ábyrgð á störfum sínum, enginn getur kastað henni fyrir róða, þó borið hafi á því  í umræðunni undanfarið.

Kveðja, Helga Dögg

Helga Dögg (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 16:06

3 identicon

Kæra Helga Dögg, gerir þú þér ekki grein fyrir því að íslenkir hjúkrunarfræðingar eru að flykkjast til norðurlandana. Þar eru launin mun betri og eru heilbrigðisstofnanir þar að reyna að lokka íslenska hj. fræð. til sín með ýmsum kostaboðum. Það eru aðallega yngri hj.fræð. sem eru að fara og ef að þetta heldur svona verða ansi fáir hj.fræð. hér á landi eftir nokkur ár, því að stór hópur er að fara á eftirlaun.

Um laun annarra starfstétta ætla ég ekki að ræða, því greinin var um hj.fræð. ekki kennara ofl.

Rósa (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 16:36

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rósa - það er rétt - greinin var um hjúkrunarfræðinga - félag þeirra varð 90 ára í nóvember s.l. - ég hef notið góðs af færni þeirra oftar en einu sinni og oftar en ???????

Alltaf dáist ég að þolinmæðinni og ljúfmenskunni sem maður mætir - ALLTAF -

maður gæti stundum haldið að þetta væri heilagt fólk sem getur haldið ró sinni og ljúfri framkomu - að því er virðist í gegnum hvað sem er -

Enn og aftur - þakkir og virðing fyrir þeim.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.5.2010 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband