Vesaldómur Dags -- yfirburðir og þroski Hönnu Birnu.

Dagur B er sjálfum sér samkvæmur - enda erfitt fyrir hann að vera annað en lítill kall -

það er hann jú í sjálfum sér-

Sem svar við spurningu um samstarf nýtir hann tímann til þess að kasta skít í Sjálfstæðisflokkinn - en af honum á borgarfulltrúinn nægar birgðir í haughúsi hugsar sína.

Borgarstjóri svarar sömu spurningu af skynsemi - festu og með hagsmuni borgarbúa í huga og er þar með líka sjálfri sér samkvæm.

Fordæmingarlaust gefur hún upp boltann með það að geta unnið "með öllu þessu fólki". Það fer varla á milli mála hvorum aðilanum er betur treystandi fyrir því að sitja stól borgarstjóra.

Annarsvegar haugahugsun og hroki ríkisstjórnarfulltrúans - hinsvegar yfirveguð hugsun og skynsemi borgarstjórans í Reykjavík.


mbl.is Samstarf við Sjálfstæðisflokk langsótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sammála..Fólk vinnur ekki kosningar á að gera lítið úr andstæðingnum..Hanna Birna virðist hugsa skýrt og vera skynsöm!

Kveðja.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 26.5.2010 kl. 17:04

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það gerir hún - hafir þú ekki kynnst þessari frábæru konu ættir þú að gera þér far um það -

það gefur manni von um bjarta framtíð þegar svona einstaklingar ´leggja það á sig að sinna svona starfi.

Bestu kveðjur til þín

Ólafur

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.5.2010 kl. 17:45

3 Smámynd: Hamarinn

Með hagsmuni borgarbúa í huga, segir þú.

Ég held að hún hafi nú efst eiginhagsmuni að leiðarljósi. Hún hefur gert sér grein fyrir því að hennar eina von um að halda stólnum sínum er að fara í samstarf við samfylkinguna eða Besta flokkinn. Það eru ekki hagsmunir borgarbúa sem ráða ferðinni í hennar gjörðum og hafa aldrei gert.

Hamarinn, 26.5.2010 kl. 23:48

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég hef áður sagt að þú og heilbrigð skynsemi eigið ekki samleið - ég veit líka að það er vonlaust að koma sannleikanum að hjá þér - þú virðist ekki heldur eiga samleið með honum -

en í veikri von um að einhver geti útskýrt eftirfarandu fyrir þér -  Hanna Birna tók upp þá nýbreytni þegar hún tók við starfi borgarstjóra að fá minnihlutaflokkana að verki með meirihlutanum - þannig eiga sveitarstjórnir - bæjarstjórnir og borgarstjórn að starfa - þau eru öll kosin til þess að vinna sínu sveitarfélagi allt það gagn sem þau geta.

Lágkúruleg ummæli þín um eiginhagsmuni falla því hér um sig sjálf eins og allt þitt hatur á Sjálfstæðisflokknum

Ennfremur lýsa skoðanir þínar þér en ekki öðru fólki.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.5.2010 kl. 08:17

5 Smámynd: Hafþór Baldvinsson

Skrif þín um Dag lýsa þér en ekki öðru fólki Ólafur. Blind ást þín á sjöllum gerir þig ófæran um að skilja meginatriði og því heldur þú þig við smáatriði.

Það er engin nýbreytni fólgin í aðferð Hönnu Birnu. Það vinna allir flokkar saman í borgarstjórn. Það að gera því skóna að hún hafi breytt þessu er verið að hagræða sannleikanum.

Það að vinna saman felur ekki í sér að allir hafi verið sammála. EN Hanna Birna lætur í það skína að henni hafi tekist að sameina alla flokka sem er bábilja og sorglegt að jafnathugull maður eins og þú Ólafur skulir með þessa greind trúa froðu hennar. En litlu verður Vöggur feginn.

Hafþór Baldvinsson, 27.5.2010 kl. 12:19

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hanna Birna tilheyrir flokki og það er vandamál sem við þið verið að leysa með breyttu kosningarformi svo við getum kosið fólk en ekki flokka!

Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 13:57

7 Smámynd: Hamarinn

Blind trú á athafnir og gjörðir sjálfstæðismanna sama hversu slæmar þær eru, er heilbrigð skynsemi í augum Ólafs Inga Hrólfssonar.

Hann sér ekki hvern þátt sjálfstæðisflokkurinn á í því hvernig allt fór hér til andskotans.

Hamarinn, 27.5.2010 kl. 20:05

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hafþór - því hefur ekki verið mótmælt af öðrum borgarfulltrúum að Hanna Birna hafi innleitt þessi vinnubrögð í borgarstjórn - rétt er það hjá þér að svona vinnubrögð eru ekki ný - bara ný í borgarstjórn

Ástæða stóryrða minna varðandi Dag B er sú að hann er einn aðalhöfundur stefnu ríkisstjórnarinnar en segist ætla að framkvæma hluti í borginni sem er útilokað að gera vegna þeirrar stefnu.

Hann fékk einfalda spurningu um samstarf - hann og Ólafur Fr nýta ætíð slík tækifæri til þess að hrakyrða pólitíska andstæðinga - ég veit ekki hvort þetta er eitthvert lækna einkenni ( nú eða heilkenni ) en undarlegt er það - man ekki til þess að fulltrúi VG - Framsóknar eða hinna framboðanna hafi svarað með þeim hætti.

Vissulega á ég ekki frekar en aðrir að fara fram með stóryrðum - en ágæti Hafþór - það er hægt að ganga það langt í lýðskrumi að manni ofbjóði - Dagur gerir það því miður - og ég er klár á því að hann veit betur -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.5.2010 kl. 08:41

9 Smámynd: Hamarinn

Frábær árangur sjálfstæðismanna í Reykjavík, en þó sérstaklega skemmtileg útkoma hjá þeim á Akureyri.

Hamarinn, 30.5.2010 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband