Loksins

Loksins eitthvað af viti í þessu máli -

Þar sem stjórnin hefur ekki dug í sér til þess að fara gegn húsbændum sínum í bretlandi og hollandi kemur það væntanlega í hlut stjórnarandstöðunnar með stuðningi skynsamra þingmanna úr stjórnarliðinu að mynda meirihluta um þetta mál og vinna það af skynsemi -

Sami meirihluti gæti líka farið í lífeyrissjóðshugmyndir Sjálfstæðisflokksins sem Lilja M og Ögmundur a.m.k. virðast vilja skoða - kanski eru fleiri skynsemisraddir innan stjórnarflokkanna -  raddir sem eru - þrátt fyrir yfirlýsingu sjs EKKI í takt við úrræðaleysi stjórnvalda.


mbl.is Álitið gegn lagahefð á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Kræst, ekki fara að halda að sjáftökuflokkurinn sé einhver frelsari í þessu, það voru þeir sem eru höfundar hrunsins.

Það hafa alltaf allir vitað að okkur ber ekki að borga þetta Icesave, þess vegna kusum við á móti því í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Tómas Waagfjörð, 26.5.2010 kl. 18:42

2 identicon

Allir nema sitjandi ríkisstjórn Tómas, ekki gleyma því.

Gulli (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 19:55

3 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Sitjandi ríkisstjórn veit það líka, er bara það sem þau eru tilbúin til að borga til að selja sjálfstæði Íslendinga til erlendra valdhafa.

Tómas Waagfjörð, 26.5.2010 kl. 20:15

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sitjandi ríkisstjórn er ekki tilbúin til neins sem til heilla getur talist fyrir þetta land.

Já Tómas - ég veit að þú telur Sjálfstæðisflokkinn hafa sett heimskreppuna af stað -

reyndar líka jarðskjálftana í Kaliforníu í upphafi síðustu aldar.Eða hvað?

Það var nú þrátt fyrir alla þína sleggjudóma Sjálfstæðisflokkurinn ásamt Indefense hópnum sem stöðvaði landráðasamninginn sem stjórnin ætlaði að keyra í gegn og SJS kallaði glæsilegann samning.

Það verður líka það sama fólk sem kemur þessu máli á hreint - nýr þingmeirihluti sem vonandi birtist eftir þingkosningar í haust.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.5.2010 kl. 05:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband