Leynimakkið og sjs

Það er nauðsynlegt að þingmenn séu vakandi fyrir leynisamningum - baktjaldamakki - óheilindum hverskonar  í stjórnsýslunni.Þessi nýja uppákoma er ekkert einsdæmi um óheilindi ríkisstjórnarinnar gagnvart almenningi. Hversvegna kom þetta ekki fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar?

Því hlýtur spurningin til Guðlaugs og annara þingmanna að vera þessi - er ekki unnt að fara í gegnum þessi mál og komast að raunverulegum samningum sjs við skilanefndirnar?

Hversvegna kosta þær svona óheyrilega fjármuni ?

Hversvegna virðast þær vera tregar á að veita sérlegum saksóknara upplýsingar ?

Hversvegna tekur þetta svona óheyrilega langan tíma?

Hver er raunveruleg staða bankanna?

Hverjir eru orðnir eigendur bankanna?

Hvað er ríkið búið að stja af fé í bankana - hve há var áætlunin í upphafi - hver er hún í dag?

Hversvegna er ríkið ekki að selja fyrirtækin sem lentu í höndum þess hraðar en raun ber vitni?

 


mbl.is Grafið undan innstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Tek undir með þér í öllum þessum spurningum, og krefst þess að þeim verði svarað fyrir augum og eyrum almennings...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.6.2010 kl. 12:38

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Alla vega voru nýju bankarnir fjármagnaðir með Ríksiskuldabréfi útgefni af Steingrími og bréfið lánað bönkunum. það átti aldrei að koma fram að þetta hefði bara verið skuldabréf og ekki peningar. Síðan bókfærðu bankarnir platpeninginn og þá lítur þetta vel út í bókhaldi. margir halda að Ríkið hafi skotið til bankanna alvöru peningum. Eina leiðin fyrir bankanna til að ná alvöru peningum inn er að framkvæma ólöglega eignaupptöku á eignum benjulegs fólks með samþykki stjórnvalda. Steingrímur og Jóhanna hafa samþykkt þetta fyrir löngu síðan... 

Óskar Arnórsson, 5.6.2010 kl. 19:26

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þetta er helber ósvífni - það ber að gera þau ábyrg fyrir þessum gjörningi og koma honum í opinbera umræðu -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.6.2010 kl. 21:11

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þeir sem skilja þetta og hversu alvarlegt það er, hafa nú aldrei fengið nein svör á bloggi...

Óskar Arnórsson, 5.6.2010 kl. 23:07

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Gott og vel -

þá er næsta skref að senda spurningarnar á þingheim og sjá hverjir sjá ástæðu til þess að svara slíkum pósti.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.6.2010 kl. 03:38

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er meira en ár síðan var farið að blogga um þetta. Það bara druknaði í allri hinni þvælunni...

Óskar Arnórsson, 6.6.2010 kl. 04:31

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Niðurstaðan liggur fyrir - EINN þingmaður svaraði - það var Margrét Tryggvadóttir - ég á eftir að fá heimild hennar til þess að birta svarið. Látum þessar spurningar ekki hverfa úr umræðunni.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.6.2010 kl. 04:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband