Til hamingju Suðurnesjamenn

Loksins eitt jákvætt - eitt atriði sem gefur t.d. Suðurnesjamönnum von ym atvinnu eftir að ríkisstjórnin hefur staðið einörð á móti öllu slíku.

En svo sjáum við á bloggunum hverjir vilja halda Suðurnesjamönnum á atvinnuleysisbótum og hverjir vilja sjá þá uppbyggingu á Suðurnesjum sem svo sannarlega er þörf fyrir.


mbl.is Lög um gagnaver samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Atvinnuuppbygging er fín.  Það átti að byggja gagnaverið þegar gengið krónunnar var um hundrað krónur fyrir eina evru.

Nú er gengið um 159 en samt þurfa þessir erlendu fjárfestar að fá undanþágu frá gjaldeyrishöftunum til þess að fjárfesta á Suðurnesjum.  Þá er gengið um 280 kr fyrir eina evru.

Hér sérðu gengið hjá Sparisjóðnum í Berlín.

Svo er það spurning af hverju eigendur Verne Holding fá samkvæmt lögum undanþágu frá gjaldeyrishöftunum.  Er ekki nóg að fyrirtækið sjálft fái undanþáguna?  Ég mæli með því að þú lesir lögin.

Svo skaltu spyrja þig hvað þú myndir gera við mismuninn af 159 kr og 280 krónum af hverr evru sem þú kemur með í landið!!!

Þetta skekkir alla samkeppni til frambúðar!!!!!!

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 11:45

2 Smámynd: Hamarinn

Síðueigandi veit yfirleitt lítið um það sem hann bullar.

Hamarinn, 9.6.2010 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband