Niðurstaðan hentar ekki.
8.6.2010 | 07:54
Nú er komin niðurstaða vegna nokkurra aðila sem legið hafa undir allskonar svívirðingum í langan tíma.
Þegar niðurstaðan liggur fyrir hentar hún ekki því það fólk sem hvað mest hefur mokað úr haughúsi hugar síns situr uppi með skömmina.
Ég hef sagt það áður og segi enn - þegar öll kurl verða komin til grafar munu margir roðna og þar á meðal skýrsluhöfunar.
Stóryrðin munu hitta upphafsfólk sitt fyrir aftur.
Ekki tilefni til rannsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ólafur Ingi
Ég hef enga trú á því að þessir ágætu menn séu sekir um eitthvert glæp-samlegt athæfi. Sennilega eru þeir sekir um einhver heilmikil mistök. Ég hef það fyrir sið að dæma menn ekki, en ég held að þessi niðurstaða saksókn-arans sé slæm fyrir þessa einstaklinga.
Einfaldlega þess, að þrátt fyrir vandaðanna dómsmálaráðherra er traust mánna á dómsmálayfirvöldum ekki sérlega traust vegna tengsla þess við ákveðinn tiltekinn stjórnmálaflokk.
Ég hef ekki lesið athugasemdir hér og geri það kanski eftir mat. Ég er viss um, að það sé nauðsynlegt að rannsaka þessi mál, einkum vegna mannanna sem aldrei hafa komið nálægt stjórnmálum og einnig vegna Davíðs. Það á enginn skilið að vera hafður fyrir rangri sök.
Af þessum sökum er nauðsynlegt að skoða og skilgreina nákvæmlega hvað telst vera saknæm vanrægsla.
kveðja
Kristbjörn Árnason, 8.6.2010 kl. 12:48
Vááá sumir eru blindir.
Hamarinn, 9.6.2010 kl. 00:31
Kristbjörn -
leitt að sjá ekki skrif þitt fyrr en núna -
hér kannast ég við þann mann sem ég taldi þig hafa að geyma - þrátt fyrir það að þú sért ( skv. minni skoðun ) í alröngum flokki.
Tek undir skrif þín.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.6.2010 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.