Ljótar lýsingar - Svartstakkar??

Baldur gefur ljótar lýsingar á Flóka og Torfa.

Magnað að hafa svona menn starfandi sem presta - en kemur ekkert á óvart.

Hinsvegar væri gott að fá útlistun á því hverjir Svartstakkar voru og/eða eru.  

Er það einhverskonar handrukkunarhópur innan kirkjunnar? Ofbeldishópur?

Hugrenningar Baldurs setja allskonar hugsanir um kirkjuna og starfsmenn hennar á fulla fer.

Hvað er í gangi innan kirkjunnar - hvað er verið að fela á bakvið hempurnar?

Hverskonar ítök hafa prestar haft að þeir geti falið barnaníð og - eins og Baldur gefur í skyn - jafnvel fengið ríkissaksóknara til þess að snúa blinda auganu að kynferðisafbrotum presta.

Það vakna margar spurningar.


mbl.is „Var ríkissaksóknari beittur þrýstingi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Guðmundsson

Talað um Svartstakka. Mér hefur aldrei líkað þetta orð. En ég tel að þessi hópur manna hafi aldrei verið stór en samt farið afskaplega mikið fyrir þessum mönnum.  Þeir sem hér um ræðir eru Sigurður vígslubiskup, Geir Waage, Flóki, Kristján Valur, Arngrímur... Allt menn sem eru afskaplega miklir snillingar í messusiðum.  Þessir menn vita bókstaflega allt um þá hluti og eru mjög nákvæmir í þeim. Hlutirnir eru upp á sekúndur og sentimetra og reglur skipta miklu máli.  Akkúrat á hinum endanum höfum við Bjarna Karlsson sem er ekkert að velta sér uppúr reglum og er alveg sama þótt reglur séu brotnar, eins lengi og það þjónar einhverjum tilgangi fyrir söfnuðinn.

Við ættum að hætta að vera með þetta leiðinda svartstakka orð og hafa eitthvað betra eins og reglufestumenn eða messusiðasérfræðingar...

Þórður Guðmundsson, 27.8.2010 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband