Fagna endurkomu Þorgerðar

Þorgerður er aftur sest á þing - gott mál - skeleggur talsmaður góðra mála - og fær örugglega á sig allskonar þvætting í leiðinni frá fólki sem óttast þessa baráttuglöðu konu.

Vegna bloggara sem voru að skrifa um kúlulán og 1.7 milljarða -

KB banki rak launastefnu sína án þess að leita samþykkis Þorgerðar - nema hvað.

Þessi upphæð 1.7 er tala sem var búin til þegar Sigurður og Heiðar Már voru að blekkja starfsmenn - eins og aðra - í þeim tilgangi að bæta stöðu bankans á pappírunum. Þeir blekktu reyndar ´líka Seðlabankann - ríkisstjórn og eftirlitsaðila - sem og erlenda aðila

Bankinn tapaði ekki þessu fé - þetta fé fór alrei úr bankanum - aðeins voru búnar til tölur á blaði. Hinsvegar tapaði Kristján stórfé - m.a. öllu því sem til var eftir atvinnumennsku í handbolta - þegar hann var Kristján OKKAR og bar hróður landsins víða um lönd.

Þorgerður er búin að fara í gegnum kosningar eftir að öll þessi mál komu upp - hvorki Rannsóknarnefnd Alþingis né þingmannanefndin finna henni eitt eða neitt til foráttu -

Pólitískir andstæðingar finna henni - eins og öllum Sjálfstæðismönnum - allt til foráttu.

Velkomin aftur Þorgerður Katrín.

 

 


mbl.is Þorgerður sest aftur á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Óli minn,

já get tekið heilshugar undir þetta hjá þér, ég fagna endurkomu Þorgerðar á alþingi og nú vona ég að það fari að komast skriður á ESB umræðuna og að Þorgerður fari nú að reyna að þoka þeim málum áfram innan Sjálfshælisflokknum, en eins og við vitum öll að þá er Þorgerður mikill stuðnings maður aðildar að ESB.

Annars er ég að vona að ESB armur Sjálfshælisflokksinns undir forustu Þorgerðar og ESB sinnar á alþingi taki höndum saman og myndi nýja ríkisstjórn ESB sinna, en auðvitað veit ég það að við það myndu allavegana tveir flokkar klofna, þ.e.s Sjálfshælisflokkur og Framsókn, og kannski að einhver hluti að öfgagrænum myndu bætast í hópinn.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 11:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2010 kl. 12:02

3 identicon

Sammála vinur.

Óskar (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 12:20

4 Smámynd: Benedikta E

Það er eftirsjá af Óla Birni Kárasyni af þingi - hann er frábær þingmaður.

Benedikta E, 13.9.2010 kl. 13:25

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sammála þér Benedikta - enda er það forgangsmál að fá kosningar - fjölga þingmönnum flokksins og hafa þau bæði á þingi.

Axel - það hefur verið slæmur morgun hjá þér þegar þessi mynd var tekin af þér - hefur þér dottið í hug að tala við SÁÁ?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.9.2010 kl. 13:36

6 Smámynd: Elías Hansson

Pólitískir andstæðingar hennar finna henni og öllum sjálfstæðismönnum allt til foráttu.

Nú spyr ég. Hefur þú einhverntíma lesið og skilið blogg þitt um aðra stjórnmálamenn, en sjallana?

Ekki veit ég hvað þessi mynd sem Axel sendi inn, kemur því við að tala við SÁÁ. Þetta er bara venjulegur maður sem er með æluna upp í háls eftir að hafa lesið þessi skrif þín.

Elías Hansson, 13.9.2010 kl. 22:23

7 identicon

Þú hefur góðan húmor Benedikta E "Það er eftirsjá af Óla Birni Kárasyni af þingi - hann er frábær þingmaður" he he he þetta er það besta sem ég hef heyrt, hann er líka með allt niðrum sig eins og annar hver þingmaður sjálfshælisflokksins

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 23:35

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Helgi Rúnar -

Umfjöllun Rannsóknarnefndar þingsins fólst í því að nefna fyrirtæki sem hann hafði selt einum 3 árum fyrir hrun - gengið frá öllum sínum málum og hreinlega ekki verið í viðskiptum við KB eftir það.

Engin óeðlileg fyrirgreiðsla - engar skuldir - fyrirtækið löngu selt -

það þarf lágkúru til þess að setja slíkt í tengsl við Jón Ásgeir og Co.

Það er sjúkt.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.9.2010 kl. 17:19

9 Smámynd: Elías Hansson

Það er magnað að sjá hversu staurblindur Ólafur Íngi Hrólfsson, er á allar gjörðir síns flokks, en gagnrýnir aðra.

Sjá menn ekki að allt heila flokkakerfið er gegnsýrt af spillingu, og er þar enginn undanskilin.

Elías Hansson, 14.9.2010 kl. 20:43

10 Smámynd: Elías Hansson

Hvernig er Helgi Rúnar að setja Óla Björn í tengsl við Jón Ásgeir sjálfstæðismann?

Elías Hansson, 14.9.2010 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband