Veruleikafirrtur

Er það nákvæmlega það sem við þurfum núna - að bíta Kína af okkur -??

Ég hef kanski misst af einhverju - en ég hélt - að þrátt fyrir andstöðu ríkisstjórnarinnar - þá stæði til að fara að byggja upp - Kínverjarnir koma til þess að ræða um jarðvarma og NÁTTÚRUVERND og trúðurinn fer að skipta sér af innanríkismálum í Kína.


mbl.is Jón Gnarr gagnrýnir Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist þú nú vera sá veruleikavirrti hér.

brynjar (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 02:22

2 identicon

Jáms, það skiptir okkur kannski engu máli hvort peningarnir séu blóði drifnir, bara að þeir séu ekta?

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 02:25

3 identicon

Þó svo að Ísland sé illa statt, þá gerir það ekki að verkum að við eigum að dansa við djöfulinn.

Kínverjar brjóta ítrekað á mannréttindum þegna sinna og annarra þjóða. 

Myndir þú kannski líka vilja ræða orkumál við Írana, nú eða N-Kóreu menn? 

Ég ætla að benda þér á að niðurrifsstarfsemin sem þessi maður var dæmdur fyrir í Kína er alls ekki ólík þessari fullyrðingu þinni: " Ég hef kanski (sic) misst af einhverju - en ég hélt - að þrátt fyrir andstöðu ríkisstjórnarinnar - þá stæði til að fara að byggja upp."

Þætti þér rétt að vera dæmdur í fangelsi í 11 ár fyrir þessa fullyrðingu? Og þykir þér virkilega rétt að vera ræða viðskipti við slíkt þjóðfélag? 

Svo ég noti orð Jóns Gnarr, þá tel ég þig vera "ómálga meðalgreindan einstakling". Það ætti að fara kínversku leiðina tilfellum eins og þínum og banna þér að tjá þig á almenningsvettvangi. 

 Ég vænti því svo að þú farir einmitt kínversku leiðina og eyðir þessari athugasemd, þar sem þér kann að þykja hún vega að þinni persónu. 

Engu að síður, með virðingu og vinsemd, 

 Sigurður

sigurður (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 02:35

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er stefna Samfylkingar að brenna allar brýr aðrar en Evrópusambandsins.

Sigurður Þórðarson, 15.9.2010 kl. 05:46

5 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Lítum okkur nær áður en við förum að gagnrýna aðrar þjóðir ,Tökum til í okkar eiginn garði margt er þar sem við þufum að laga og í kína þarf margt að laga en þeir eru smátt og smátt að losa um hömlur .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 15.9.2010 kl. 07:24

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er nokkuð athugunarvert við þetta hjá Jóni Gnarrrrrrrrrrr - hætta þessum fíflalega feluleik skoðunarleysi og þar sem ekki nokkur ber ábyrgð

Jón Snæbjörnsson, 15.9.2010 kl. 08:21

7 identicon

Mér sýnist þú vera veruleikafirrtur. Það eru þvílíkt yfirgengileg og ógeðsleg mannréttindabrot framin í Kína, og t.d. Íran og Sádi Arabíu líka að það er varla hægt að byrja einhversstaðar. Manneskja sem er með hjarta, og heilann í lagi líka væntanlega, myndi alltaf mótmæla þessu.

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 14:33

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ef einhver telur að þessi tiktúra gnarr hafi jákvæð áhrif í Kína þá er það misskilningu -

Nei Sigurður ég ætla ekki að eyða neinu út - þú virðist hrifinn af kínversku aðferðinni - það er ég ekki - noti borgarstjóri svona lýsingar um fólk þá segir það heilmikið um hann en ekki þann sem hann er að dæma - hingað til hefur hann haldið því fram að hann væri Kristinn maður og vandaður. Og Sigurður bestu kveðjur til þín.

Sigurður Þórðarson - því miður er þetta rétt hjá þér og á eftir að verða okkur dýrt -

Guðmundur - ég var að enda við að lesa frétt um misnotkun barna á vistheimilum - rétt hjá þér - tökum fyrst til hjá okkur  sjálfum - hér í bænum búa hjón sem skulda orðið um30 milljónir vegna veikinda dætra sinna - kerfið sýnir þeim fingurinn.

Jón - þetta var ekki vettvangurinn - maðurinn kom hingað í opinberum erindagjörðum - ef gnarr vildi ekki ræða við hann átti hann að segja nei -

En hann tók á móti manninum og bar því að sýna honum kurteisi og virðingu.

Gísli - hvaða peningar eru ekki blóði drifnir ? Bandaríkjadollar? Pund? Evran? hvað mynt er það sem er ekki ötuð blóði? Ýmist gömlu eða nýju.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.9.2010 kl. 14:45

9 identicon

Mikið ertu vitlaus.  Viltu virkilega fá þetta fólk sem stendur að mannréttindabrotum hingað til Íslands?  Við verðum nú að velja okkur vinina, jafnvel þó að við séum í vandræðum.  Við þurfum nú ekki að velja okkur allra lökustu vinina.  Það þarf að rassskella Kína.  ÉG STEND HEILSHUGAR MEÐ JÓNI GNARR.

katrin (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 14:53

10 identicon

Held að fólk geti alveg andað með nefinu út af þessu bréfi.
Ef kínverjar sjá fram á að geta hagnast hér á landi þá gera þeir það hvort sem að Gnarrinn afhendir þeim bréf eður ei.
Það er alveg á hreinu að þeir eru ekki að koma hér í einhverju bræðralagi og vináttuleit eða að reyna hjálpa okkur að koma undir okkur löppunum.
Peningar ráða ferðinni og það að labba út við þessa bréfaafhendingu er ekkert annað en pólitísk útspil að þeirra hálfu.

jörgen (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 17:37

11 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Katrín - andlegt atgerfi mitt er í sæmilegu standi held ég - þú talar um mannréttindabrot - hvaða "vinaþjóðir" okkar fremja þau ekki - og við sjálf - eru Kanar lausir við slík brot - bretar - hollendingar - þjóðverjar - ítalir -- viltu lengri upptalningu?

Lestu það sem ég sagði hér að framan um hjónin með dæturnar tvær - t.d.

Jörgen - þetta er hárrétt hjá þér - en aðgerð gnarr jafn arfavitlaus engu að síður - Hann var gestgjafi og átti að haga sér sem slíkur -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.9.2010 kl. 18:03

12 Smámynd: SeeingRed

Við eigum ekki að leggjast undir hvern sem er þó að aur bjóðist, sjálfsvirðing er nokkurs virði þótt ekki verði hún étin.

SeeingRed, 15.9.2010 kl. 19:27

13 Smámynd: Elías Hansson

Og enn bullar Ólafur Ingi.

Bulla fyrst hugsa svo.

Elías Hansson, 15.9.2010 kl. 22:23

14 identicon

Jón G. hefði fengið ákúrur fyrir að minnast EKKI á mannréttindabrot Kínverja.  Og hann fékk ákúrur fyrir að minnast á þetta.  Svona er hugsunarhátturinn.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 22:46

15 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

HT - Jón var gestgjafi - opinber gestgjafi -

síðan afhendir hann persónulegt bréf sem var vitað að gæti valdið titringi

annaðhvort átti hann að neita að taka á móti manninum ( sem er einn þeirra sem skrifaði undir Carta þar sem pólitísks frelsis í Kína var krafist ) eða sýna honum kurteisi.

Persónulegar skoðanir hans áttu ekki að verða atriði í móttökunni.

SeeingRed - og hvaða þjóð skildi það nú vera sem hefur hreinann skjöld í öllum málum????? 

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.9.2010 kl. 12:54

16 Smámynd: SeeingRed

Þar rekur þú mig á gat, en harðstjórnir eru vissulega misslæmar, en ég tel að við eigum að ávallt að vera ófeimin við það að gagnrýna, sérstaklega þær alverstu.

SeeingRed, 16.9.2010 kl. 19:38

17 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

SeeingRed - vissulega eigum við að gagnrýna - ekki spurning - En að gera það með þessum hætti er dónaskapur - Að mæta í sendiráð viðkomandi lands - ef slíkt finnst hér - er eðlilega og ef viðkomandi land er ekki með sendiráð hér er eitthvert land sem "gætir hagsmuna þess" hér á landi.

gnarr afhenti mótmælabréf sem var EKKI á bréfsefni borgarinnar og EKKI undirritað af borgarstjóra. Þetta voru persónuleg mótmæli hans sem hann afhenti í opinberri móttöku.

Kína er með sendiráð hér og málið því einfalt.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.9.2010 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband