Ekkert atvinnuleysi

Þar sem atvinnuleysi er þar með ekkert hljóta greiðslur úr sjóðunum að falla niður -

Nú eiga ríkið og sveitarfélögin að nota tækifærið - ráða fólk til hverskyns framkvæmda sem sátu á hakanum þegar ekki var hægt að fá fólk vegna of mikillar vinnu í landinu og fá atvinnuleysisbæturnar upp í laun og ef eitthvað stendur á milli þá greiða ríkið og sveitarfélögin þann mun. Þar með nýtist ekki bara ónotaður mannauður - fólk sem vill vinna fær vinnu ( og sjálfsmyndin lagast ) nauðsynleg verk verða unnin.

Hver getur tapað á slíku -

Ef fólk neitar vinnunni - nú - þá fer það af atinnuleysisskrá og greiðslur falla niður.

 


mbl.is Fólk fæst ekki í fiskvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú yrðir að sjálfsögðu fyrstur manna Ólafur (ef þú værir atvinnulaus) til að taka þig upp með fjölskyldunni til að vinna í fiski á Grundarfirði ?? 

Launin örfáum tugum þúsunda hærri en atvinnuleysisbæturnar.

Ætlarðu að taka atvinnuleysibæturnar af fólki á Reykjanesi þar sem atvinnuleysið er hæst eða í Reykjavík af því það vill ekki vinna í Grundarfirði ?

Skiljanlegt ef einhver/einhverjir eru atvinnulausir á Grundarfirði

Neytandi (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 13:30

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það kostar að vinna úti - ekki síst fyrir konur sem þurfa að kaupa barnagæslu fyrir börnin auk annars sem þær spara í heimilishaldinu.

Launin verða að vera samkeppnishæf við atvinnuleysisbætur.

Kolbrún Hilmars, 22.9.2010 kl. 14:19

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Voðalegt væl er þetta

LAUNIN ÖRFÁUM TUGUM ÞÚSUNDA HÆRRI EN ATVINNULEYSISBÆTURNAR

TAKA SIG UPP MEÐ FJÖLSKYLDU....................

LAUNIN VERÐA AÐ VERA SAMKEPPNISHÆF ...

Í fyrsta lagi eru ekki allir með fjölskyldur - í öðru lagi - fólk sem getur unnið en er á bótum er niðurrifsfólk í þjóðfélaginu - fólk sem sannarlegar getur ekki unnir geldur fyrir afæturnar í lægri atvinnuleysisbótum.

Fólk sem nennir ekki að vinna og svíkur bætur út úr kerfinu er að láta aðra halda sér uppi.

Ég er 75% öryrki og búinn að vera lengi - ég er ekki á bótum ( var það á meðan ég gat varla eða ekki gengið ) og hef ekki hugsað mér að fara aftur á þær.

Vissulega á ég rétt á spjaldi í bílinn sem gefur mér heimild til þess að leggja í stæði fatlaðra - á meðan ég get gengið fæ ég mér ekki slíkt spjald.

Það er á fleiri stöðum en í Grundarfirði sem vantar fólk.

Ég sagði líka að sveitarfélögin og ríkið ættu að fara í framkvæmdir og ráða fólk á þeim nótum að atvinnuleysisbæturnar haldi áfram en ríkið og sveitarfélögin greiði síðan muninn á launum og bótum.

Þetta er spurning um viðhorf -

Þetta þjóðfélag verður ekki byggt upp aftur á leti of sjálfsvorkunn - það er á hreinu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.9.2010 kl. 15:11

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Ólafur Ingi,

þetta er býsna furðuleg umræða, ætli fólkið sem hér talar viti að það er starfandi fólk sem greiðir atvinnuleysibæturnar með vinnu sinni. Ekki ríkissjóður sem hefur aldrei greitt í þennan sjóð.

Fólk sem er sannarlega með örorkubætur á ekki að fá líka atvinnu-leysisbætur

Það að þiggja ekki störf en þiggja bætur af félaga sínum  í staðinn er siðleysi.

Vandamálið á Reykjanesi er býsna margslungið, fólk þar á rétt á bótum úr bæjarsjóði hafi það misst bótarétt úr atvinnuleysistryggingasjóði.

Kristbjörn Árnason, 22.9.2010 kl. 15:52

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rétt hjá þér Kristbjörn - það er furðurlegur hugsunarháttur að bara við það að greiðslur komi frá ríkinu þá þurfi enginn að borga - ríkið býr ekki til peninga það er á hreinu -

Bætur eru fínar - EN - það drepur fólk sem vill vinna niður ef það fær ekki vinnu - þess vegna myndi ég vilja sjá ríki og sveitarfélög ráða atvinnulausa í vinnu skv. því sem ég skrifaði hér á undan.

Ég hitti róna á Austurvelli um daginn sem ráðlagði mér það í fullri vinsemd að slást í hópinn með honum og félögum hans - það væri ómögulegt að vera að vinna - það tæki mikinn tíma og færi allt í skatta og skyldur með einum eða öðrum hætti - hann hugsaði svipað og fólkið hér að ofan.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.9.2010 kl. 16:07

6 identicon

Hvernig má það vera að mánaðarlaun fyrir 150 tíma dagvinnu hér í Noregi í fiskvinnslu er 450.000 iskr. Fiskurinn er seldur á sama markað og Islenska fiskvinnslan, þetta þíðir bara eitt að það er verið að misnota íslenskt verkafólk gróflega og formenn vinnuveitenda brosa út í annað.........

Vilhjálmur C Bjarnason (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 17:23

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég sé að Kristbjörn hefur afritað innleggið mitt á sína síðu undir fyrirsögninni "Einstæð móðir segir..."

Mér mislíkar! Fyrir það fyrsta er ég ekki einstæð móðir, komin á sjötugsaldurinn, barnsfaðirinn látinn fyrir löngu og börnin beggja megin við fertugt.

En; ég hef töluverða þekkingu á þessum málum eftir áratuga störf í þágu bæði launagreiðenda og launþega og hef kynnst flestum sjónarmiðum beggja aðila. :(

Kolbrún Hilmars, 22.9.2010 kl. 17:52

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég kýs reyndar að tala um vinnuseljendur og vinnukaupendur -

Vilhjálmur ég þekki ekki launakjör í Noregi - vildi sjá hærri laun hér -

Reyndar er ég eini fyrrverandi verkamaðurinn í Ísbirnirninum sáluga sem Jón Ingvarsson rak - persónulega og skriflega - ástæðan - fyrirtækið braut á okkur í bónusútreikningum.

Það mun vera allt annað og betra í gangi þarna í dag - fyrirtækið heitir Grandi og hafar sér ekki með þessum hætti.

Hvað sem um allt þetta má segja - tökum höndum saman og réttum úr kútnum - væl skilar engu - íslendingar sem búa erlendis skila okkur engu - telja sig þó hafa heimild til þess að gagnrýna. Ég gef ekkert fyrir slíkt.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.9.2010 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband