Þessar hækkanir munu ekki skila neinu.

Sú reginfirra stjórnvalda að skattahækkanir skili sjálfskrafa peningum í ríkissjóð er undarleg.

Það sem gerist verður einfaldlega það að fólk fer í felur með sitt fé - dregur úr innkaupum - Fjármagnstekjur munu helst koma af innistæðum gamalmenna sem hafa ekki tök á því að fela sitt fé erlendiss - þeir sem eru virkilega að fá fjármagnstekjur munu fjarlægja sitt fé - fara með það út.

Niðurstaðan verður lækkun á tekjum ríkisins af þessum lið - annað verður á sömu lund - nema fríhafnargjaldið - það er sérstakt - en fólk kaupir þá bara minna.

Heildarniðurstaðan af þessum hækkunum sem og öðrum - fólk felur sitt fé - dregur úr neyslu - sjá hækkanir á áfengi - tóbaki og bensíni - og ríkið verður af tekjum.

Svo er atvinnuleysið vel til þess fallið að draga úr eyðslu -- niðurstaðan - allar aðgerðir ríkisins miða að lækkun ríkistekna og gjaldþroti heimilanna.

 


mbl.is Hækkun skatta skilar 11 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband