Hvaða sýning ætli það sé? Heimshagsmunir.
4.10.2010 | 07:17
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa sent frá sér formlega viðvörun til Bandaríkjamanna sem ferðast til Evrópu, vegna hættu á hryðjuverkum frá al-Qaeda. Í tilkynningunni eru ferðamenn beðnir um að sýna sérstaka varlega á fjölmennum ferðamannastöðum.
Í tilkynningunni er ekkert sérstakt land nefnt á nafn og viðvörunin nær því til Evrópu almennt.
Leyniþjónustur landanna telja sig búa yfir upplýsingum um að al-Qaeda hafi ákveðið að senda byssumenn til Evrópu með það að markmiði að drepa Vesturlandamenn á fjölförnum stöðum.
Er það ekki viðvarandi að þessi samtök myrði Vesturlandabúa - ?
Að koma til Evrópu í þeim tilgangi - er það frétt?
Til hvers að vekja ótta fólks með svona yfirlýsingu - væri ekki nær að uSA geri þá eitthvað í því að stöðva þessi samtök ? Það eru jú bandaríkjamenn sem hafa kallað yfir sig allskonar uppákomur frá þessum samtökum og því miður dregið aðrar þjóðir með sér.
- Myrða þeir hesta, fólk og fé - svo freyðir grimmdin úr opnum ginum - segir í vísukorni - og allt er þetta gert til þess að vernda bandaríska hagsmuni. - út um allan heim -
Það hljóta að vera margvíslegir hagsmunir. Sem reyndar fækkaði þegar herstöðin hér var lögð niður - þá þjónaði það ekki hagsmunum þeirra að viðhalda sæmilegum tengslum við Ísland.
Vara við hryðjuverkum í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vara fólk við mögulegum hryðjuverkaárásum? HOW DARE THEY?!?!?!?!?
Óli (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 13:39
Þeir þora ekki að gera árás á vestulandabúa, þeir vita að þá munu vesturlöndin standa saman og senda þá heim aftur í gettóið
Bernharð Hjaltalín, 4.10.2010 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.