Hjólreiðafólk -

Ég hef ekk séð annað en að hjólreiðafólk hjóli í báðar átti á einstefnugötum - skelli sér á hjólinu af gangstéttum og yfir gangbrautir - fari þvert yfir götur án þess að gangbrautarmerkingar séu til staðar - hundsi rauð ljós - hvort sem er fyrir ökutæki eða gangandi vegfarendur.

Ég undanskil  meginþorra barna sem virðast kunna reglurnar betur en fullorðna fólkið.

Þessi málningarvinna á Hverfisgötunni lagar hvorki þessa þætti né aðra.


mbl.is Telja tilraunina hafa tekist vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Þór Jónsson

Efast stórlega að þessi hjólreiðarstígur hafi verið eitthvað frammspil borgarinn í þessum málum sem þú ert að tala um.

Það er eins og að seigja að Héðinsfjarðargöngin hafi ekkert lagað hraðagstur í landinu.

Ingi Þór Jónsson, 4.10.2010 kl. 08:13

2 Smámynd: Kári Harðarson

Götur eru gerðar að einstefnugötum vegna þess að bílar eru svo breiðir að þeir geta ekki mæst í mjóum götum.

Reiðhjól eru ekki svona breið, svo af hverju ættu þau að þurfa að fylgja reglu sem er svo augljóslega fyrir bíla?

Í mörgum löndum stendur "Einstefna (nema fyrir reiðhjól)".

Kári Harðarson, 4.10.2010 kl. 08:56

3 Smámynd: Kári Harðarson

Varðandi almenn umferðarlagabrot hjólreiðamanna, þá eru þau mýmörg, hjólafólk er alltaf að brjóta lögin, sammála því.

Oft kemst það upp í ósið að taka lögin létt því þau eru ekki skrifuð fyrir aðra en ökumenn bíla.

Dæmi 1: Ég hjóla eftir gangstéttinni en neyðist út á götu af því bíll hefur lagt á gangstéttina og lokar henni svo enginn kemst framhjá. Dæmi um þetta núna er við Kolaportið þar sem bílar loka iðulega gangstéttinni og hinum megin er lokað vega framkvæmda við Hörpu...

Dæmi 2: Ég bíð eftir grænu ljósi sem aldrei kemur vegna þess að skynjarar í götunni skynja ekki reiðhjól svo ég fer yfir á rauðu á endanum.

Dæmi 3: Hjólastígar sem byrja og enda hvergi neyða mig til að fara út á götu, uppá gangstétt eða hjóla eftir grasinu.

Kári Harðarson, 4.10.2010 kl. 09:01

4 identicon

Ólafur, ég legg til að þú sýnir gott fordæmi og fáir þér reiðhjól. Það mun gera þig hæfari til að leggja dóm á framferði annarra hjólreiðamanna.

Ingibergur S. (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 09:45

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Kári - skynjaraljós eru fá - bifreiðastjórar og ökumenn bifhjóla bíða - eins og okkur ber - þar til græna ljósið birtist - það eru nefnilega sömu umferðarlög fyrir reiðhjól eins og okkur hin -

Ef bifhjólamaður færi á móti umferðinni yrði hann snarlega stöðvaður - og það með réttu -

Að fara af stétt út á ötu held ég að sé nú bara eftir reglunum - en ekki þvert fyrir bifreið eða mótorhjól -

Þú ert búinn að staffesta flest af því sem ég sagði - skora á þig að hringja til lögreglunnar og spyrjast fyrir um það hvaða eglur gildi fyrir fólk á reiðhjólum.

Ingibergur - ég fékk mér bifhjól - og fer eftir reglunum -

Hvort sem ég er á bíl eða mótorhjóli þá er það pirrandi að fá reiðhjól úr vitlausri átt (á móti aksturstefnu götunnar) á einstefnugötu - nú eða þegar fyrirvaralaust er látið vaða yfir á rauðu. Þá eru það ökumenn bifreiða og bifhjóla sem koma í veg fyrir slysin.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.10.2010 kl. 10:31

6 Smámynd: Morten Lange

Sæll Ólafur,

Það er rétt að sumir hjólreiðamenn þjóta fyri varalaust af gangstétt og komi bílstjórum (og bífhjólamönnum ) á óvörum út á götu.  það getur ent með árekstri og meiðslum og það sem verra er.

En ef við skoðum stærri myndinni, er þetta nánast  minniháttar mál í raun. Ég er ekki að segja að það beri ekki að reyna að hafa áhrif til batnaðar á hegðun þessara hjólrieðamanna.  Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi er að reyna að koma kennslu í enn öruggara og ábyrgara hegðun  En samt.  Hversu margir hafa hjólreiðamenn drepið með framferði sinni undanfarin 10 ár ? En bílstjórar ?   Hvert er þitt framlag til að efla umræðu um þá hegðun sem virkilega er að drepa mann og annan ?  Ertu til dæmis hlynntur lækkun hámarkshraða við skóla og almennt í íbúðarhverfum og þar sem margt fók er á ferli gangandi ? 

Morten Lange, 4.10.2010 kl. 11:57

7 Smámynd: Morten Lange

Ég held að við hjólreiðamenn vitum betur hvort lítið eða mikið sé um skynjaraljós, því þetta bitnar langmest á okkur ( svo ég viti ).  Búið er að taka á vandann sem bífhjólamenn lenda í með að ökutækið sé ekki nemið af skynjaranum. 

Það varð mikill fjölgun skynjaraljósa í Reykjavík síðustu árin, amk þar sem ég fer um, við Skeifuna og þar um slóðir, en líka viðar. Stundum getur maður virkjað þá með því að staðsetja sér "rétt", þeas hjóla eftir kantinum á ferkantaða slaufunni sem er búið að legga í fræsta skurð í malbikinu.

Morten Lange, 4.10.2010 kl. 12:24

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Morten - svo sannarlega er ég hlyntur því að hámarkshraði sé lækkaður við skóla - ekki spurning -

Nei hjólreiðafólk drepur ekki með því að hjóla á einhvern EN þeir stuðla að því að lenda í slysum sjálfir ( þessir sem haga sér illa í umferðinni ) og þá er ökumönnum annara farartækja kennt um.

Vissulega er verið að vinna gott starf hjá samtökum hjólreiðafólks og það ber að þakka.

Samrök bifhjólafólks hafa líka í fjöldamörg ár barist fyrir því að bifhjólafólk sé til fyrirmyndar í umferðinni.

Það breytti þó engu um það að Stöð 2 birti "frétt" um kærulausann hjólamann sem fór rúma 20 km á afturdekkinu og lauk þessu svo með því að segja að sennilega hafi þetta verið met og spurning hvenær það verði slegið.

Þetta tel ég að hafi verið kjaftshögg á allt það bifhjólafólk sem hefur unnið að bættri umferðarmenningu sem og Umferðarstofu sem árlega vinnur frábært starf.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.10.2010 kl. 05:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband