Fór á Austurvöll
5.10.2010 | 05:15
Mikil spenna lá í loftinu og reiði - reiði sem fékk heilbrigða útrás - þar til vesalingar hentu grjóthnullungum að lögreglu -
Ég tek ekki þátt í mótmælum sem stuðla að því að valda lögreglumönnum skaða -
Ég tek heldur ekki þátt í mótmælum sm eru skipulögð af fólki sem vill selja okkur undir erlend yfirráð -
Við þurfum kosningar strax og lög leyfa - þangað til ber þingmönnum að mynda starfhæfa stjórn sem vindur ofan af skattagerræði stjórnarinnar og fer m.a. lífeyrissjóðsleiðina í tekjuöflun - setur icsave fyrir dóm -
Að leita til erlendra sérfræðinga - fínt - hvaðan ? Nokkrir hafa komið hingað - og væru örugglega til í að koma aftur - sem efnahagsráðgjafar -
En slökum aðeins á - þarf ekki hugarfarsbreytingu hjá almenningi hér - fjölmiðlar kyntu undir múgsefjun fyrir síðustu kosningar og VG stjórnaði kórnum - núna syngur kórinn bara ekki Internationalinn -
Hversvegna eru viðbrögðin hér með þeim hætti sem raun ber vitni um? Enginn ráðherra hefur verið dreginn fyrir dóm erlendis svo ég viti til.
Vissulega á ríkisstjórnin að fara frá - NÚNA -
En að selja okkur í leiðinni undir erlenda aðila er ekki rétt -
Rúður brotnar í þinghúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.