-OG HANN ÁNAFNAÐI KIRKJUNNI ALLAR EIGUR SÍNAR -

Það er skýrt tekið fram í lögum um þjóðkirjuna að hún er sjálfstætt trúfélag. Síðan hefur kirkjan fullt fjárhagslegt forræði, sér um sinn rekstur sjálf og ber ábyrgð á sínum málefnum.“

Svo mælir Heydalaklerkur - Þær eru æði margar munnmælasögurnar ( og kannski líka skráðar ) um presta hér fyrr á öldum sem vomuðu yfir dauðvona stórbændum - risu síðan upp - tilkynntu andlátið og sögðu svo - - og hann ánafnaði kirkjunni allar eigur sínar -

Dettur einhverjum í hug að bóndi sem hafði efnast á áratuga streði - bæði sínu eigin og vinnufólks - færi að gefa allar eigur sínar til kirkjunnar og skilja fjölskyldu sína eftir eignalausa?

Svo kemur Heydalaklerkur og talar um fjárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar sem ríkir yfir góssi sem er ýmist þjófagóss ( ef marka má þessar frásagnir ) nú eða eignir sem þjóðin hefur verið þvinguð til að borga -

Og ríkið sér um að skattleggja almenning fyrir kirkjuna - (SÉR UM SINN REKSTUR SJÁLF??)

Og kannast einhver við hlunnindi presta á hinum ýmsu jörðum ??

 


mbl.is Segir Gallup taka þátt í áróðri gegn kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Nú er ósammála þér kæri félagi.*

Kristbjörn Árnason, 5.10.2010 kl. 06:49

2 identicon

@Þetta síðasta, með hlunnindin, silungurinn fer ekki úr vatninu þó launin hjá prestinum hækki.

Bjarni (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 12:00

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll vertu Kristbjörn - gott að heyra frá þér -

Hvaða leið sérðu til þess að aðskilja ríki og kirkju ( ef þú ert þá sammála því ) þannig að vel sé?

Ég man ekki betur en prestur á Austurlandi hafi krafist bóta vegna virkjanaframkvæmdanna þar sem hún? ætti hlunnindi á jörðinni sem færu til spillis að hluta.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.10.2010 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband