Vegleg gjöf á afmælisári.

18. nóvember 2009 voru liðin 90 ár frá því að stofnuðu sitt fyrsta félag hér á landi Félag íslenskra hjúkrunarkvenna sem í dag heitir FÉLAG ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA.

Í bók sem félagið er að gefa út er rakin tilurð skipulags hjúkrunar hér á landi - framsýni - dugnaður og fórnfýsi þeirra sem þar komu að verki -

Síðan er sagan rakin - saga sem á erinfi við okkur öll -

Það eru því kaldar kveðjur til þessarar stéttar á afmælisári að segja - við höfum ekki efni á því að hafa ykkur í vinnu - við höfum ekki efni á því að njóta starfskrafta ykkar - við ætlum að komast af án ykkar flestra og ofkeyra þann hluta stéttarinnar sem heldur vinnunni.

Þetta er undarleg forgangsröðun og ríkinu til skammar -

Ég skora á ráðherra heilbrigðismála að snúa strax af þessari braut - og gera sér grein fyrir afleiðingum þess að rústa heilbrigðiskerfinu og þeim stéttum sem þar starfa.

Það tjón verður seint eða aldrei bætt.

 

 


mbl.is Gera viðbragðsáætlun vegna uppsagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband