Ruglaðir lögreglumenn? Eða hver er ruglaður?
18.10.2010 | 12:41
Sko - í fyrsta lagi er verið að fæla fólk úr landi - það dregur úr álagi -
í öðru lagi - það er miklu lengra til Eskifjarðar frá ráðuneytinu en austur á Selfoss - þannig að - ráðherra mætir bara með sitt starfsfólk þegar á þarf að halda.
í þriðja lagi - eftir dóminn yfir Pólverjunum/Litháunum - sem réðust á lögreglumenn að störfum á Laugavegi á sínum tíma - þá eru lögreglumenn réttlausir - eiga vart tilverurétt og geta því ekki sett fram neinar kröfur.
Öryggi lögreglumanna er í lágmarki - og svo má heldur ekki dæma þá sem kasta í þá grjóthnullungum -
virðist sem ráðuneytið líti þannig á málin að það sé í lagi að kasta grjóti í lögreglumenn en ekki rúður -
Eða hver voru ummælin eftir að rúða var brotin i Dómkirkjunni - ( sem er ólíðandi )?
Það er okkar öryggi - okkar hagur að löggæslan sé í lagi - við getum líka lagt okkar af mörkum með því standa með okkar löggæslu -
Vegið að öryggi Sunnlendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.