Til hamingju og þakkir fyrir aðstoðina
25.10.2010 | 09:29
Nokkuð oft hef ég leitað á þessa deild - alltaf hefur viðmótið verið það sama - eldklárt fumlaust fólk að störfum.
En einhvernveginn finnst mér almenningur áhugalaus um störf þessarar deildar eins og reyndar um störf hjúkrunarfólks almennt - og stuðningur lítill. En við erum fljót að hlaupa til þegar á bjátar.
Ég er einn af þeim sem vill vera viss um að hjúkrunarfræðingarnir - sjúkraliðarnir og læknarnir séu á "sínum stað" þegar ég þarf á þeim að halda en er sama hvort Seðlabankastjóri er hér eða þar.
Það er löngu orðið tímabært að almenningur sýni heilbrigðisstarfsfólki stuðning í verki - stuðning og þakklæti.
Starfsfólk gjörgæslu bakaði fyrir afmælisveisluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hlaupa til þeirra -- átti að standa þarna.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.10.2010 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.