Og enn skipuleggur Dagur B.
27.10.2010 | 22:56
Orkuveitan skuldar allt of mikið. Ég hef áður rakið tilurð þeirra skulda. Stærsti hlutinn er til kominn vegna óarðbærra fjárfestinga og virkjanaskuldbindinga sem gerðar voru þegar R-listinn var í meirihluta. Það er rétt að það komi fram að allar lántökur OR voru samþykktar í borgarstjórn af Degi B. Eggertssyni og hinum borgarfulltrúum R-listans.
Sjálfstæðisflokkurinn stóð hins vegar gegn þessum hugmyndum en talaði fyrir daufum eyrum. Fólk virðist hafa gleymt andstöðu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við byggingu Orkuveituhússins og allri sóuninni við þá framkvæmd. Hafa menn gleymt andstöðu flokksins við ruglið varðandi Línu.net - risarækjueldið, hörverksmiðjuna o.s.frv. Tapið af þessu öllu var allt í skuld og tvöfaldaðist í efnahagshruninu. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst í meirihluta 2006 var búið að vígja Hellisheiðarvirkjun og gera samninga um mikla orkusölu þaðan.
Á nokkrum mánuðum árið 2008 varð stefnubreyting í Orkuveitunni. M.a. var áætlun meirihluta Dags B. um að setja milljarða til viðbótar í útrásarverkefni REI stöðvuð.
Ennfremur var frestað þeim virkjanaframkvæmdum (m.a. Bitruvirkjun )sem hægt var að fresta. Hefði ekki verið gripið til þeirra aðgerða sem ég hef nefnt hér að ofan væru skuldir OR óviðráðanlegar.
Aðrar aðgerðir R listanns eins og milljarðarnir sem OR fékk í vöggugjöf til þess að sýna betri stöðu borgarsjóðs er enn eitt dæmið. Sá gjörningur skaðaði fyrirtækið all verulega. Eins má tína til gífurlegar arðgreiðslur sem R-listinn mjólkaði út úr fyrirtækinu og má með sanni segja að R listinn hafi blóðmjólkað fyrirtækið. Það var ekki heldur til bóta.
Og enn skipuleggur Dagur B og núna með Múmínálf sem er aðstoðarborgarstjóri í boði Dags B.
Ekki gert ráð fyrir virkjanaframkvæmdum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.