Innantómt þvaður??? Bestu þakkir.

Stundum birtast fréttir innan úr heilbrigðisstofnunum.

Þótt bloggað sé um þær fréttir er lítið um undirtektir bloggara.

Stuðningur enginn - þakklæti í garð t.d. starfsfólks á bráðamóttöku ekkert -

Ef eitthvað bjátar á erum við hinsvegar fljót að leita tilþessa fólks og ætlumst til þess að fá - og fáum - frábæra þjónustu þessa þrautþjálfaða fólks. Lækna - hjúkrunarfræðinga og annara sem þarna starfa.

Telja bloggarar að neyðaróp starfsfólks í heilbrigðisgeiranum sé innantómt þvaður??

Ef starfsfólkinu verður svo ofboðið með auknu vinnuálagi að það gefist upp og fari - hvert ætlum við þá að leita?

Kalla eftir hjálp á bloggsíðum??   Varla.

Þessum niðurskurðarhugmyndurm stjórnvalda verður að hnekkja - heilsu starfsmanna verður að hafa að leiðarljósi - aðeins þannig tryggjum við  heilsu okkar - barna okkar og barnabarna.

Við erum jú einn þjóðarlíkami - ein fjölskylda.

Bestu þakkir til heilbrigðisstarfsfólks fyrir frábæra þjónustu í gegnum áratugina.

 


mbl.is Telja velferð starfsmanna ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband