Evrópufræðasetur Háskólans á Bifröst ????
17.11.2010 | 07:23
Hvert er hlutverk þessa "seturs"?
Er líka til Asíufræðasetur ? Ameríkufræðasetur ? Austurlandafræðasetur ?
Ef ekki - hversvegna Evrópufræðasetur ?
Hægðu á aðildarferlinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ísland er í Evrópu, ekki Ameríku, ekki Asíu, ekki Afríku eða Eyjálfu. Við erum meðlimir í EFTA (European Free Trade Association), í gegnum EFTA erum við meðlimir í Evrópska Efnahags Svæðinu. Það gerir það að verkum að við þurfum að taka upp og höfum tekið upp meirihlutan af regluverki Evrópusambandssin (ESB) sem er önnur Evrópustofnun. Ísland á einnig í nánu samstarfi við Norðurlönd Evrópu. Mér þætti það mjög einkennilegt ef ekki væri til fræðasetur á þessu landi sem rannsakar áhrif alls þessa á Ísland, stöðu þess í alþjóðasamfélaginu o.s.frv. Algerlega óháð því hvort maður er fylgjandi nánara samstarfi við önnur Evrópulönd eða ekki.
Sigurður Jónas Eysteinsson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 08:21
þaðer vegna þess að háskólinn á Bifröst er stjórnmálaskóli samfylkingarinnar
samúel sigurjónsson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 08:34
Í hvaða heimsálfu er Ísland? Af hverju tökum við þátt í Eurovision en ekki Asiavision? Þvílíkt og annað eins rugl...
Einar Solheim, 17.11.2010 kl. 08:35
Mér finnst þetta evrópufræðasetur vera svona apparat sem er búið til fyrir fræðingana þannig að þeir hafi vinnu við eitthvað. Í framhaldinu styðja þeir fullkomnlega við evrópusambandið þar sem að það er ekkert betra fyrir fræðingana en að fá vinnu í einhverju skrifræðisapparatinu. Evrópusambandið er aftur á móti heldur áfram að opna fleiri fræðasetur og styrkja skrifræðið fram úr öllu hófi þar til að enginn venjulegur maður skilur nokkurn skapaðann hlut fyrir reglugerðarfarganinu.
Sævar Örn Arason (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 09:31
"Þér finnst". Frábært. Af hverju finnst þér það? Hefur þú einhverja hugmynd um málið? Dæmigert fyrir íslenska amatöramennsku... Um leið og eitthvað heitir einhverju "flottu" nafni, þá er það rakkað niður af því að einhverjum "finnst" eitthvað. Menn gera sér ekki grein fyrir því að meiraðsegja á Íslandi er þekking og skilningur á kerfum og umhverfi nauðsynleg forsenda fyrir fagmennsku. En nei - á Íslandi viljum við ekki hafa neitt svoleiðis húmbúkk. Af því að þar eru svo margir sem hafa ekkert vit á hlutunum en finnst samt svo rosalega margt.
Mikið rosalega þarf þessi þjóð á ESB að halda til að kenna mönnum fagmennsku.
Einar Solheim, 17.11.2010 kl. 09:46
Einar - slakaðu á Ísrael tekur líka þátt í Eurovision - er Ísrael þá í Evrópu? Varla.
Við eigum í allskonar viðskiptum við lönd í öllum álfum -
Dæmigert fyrir íslenska amatöramennsku... Um leið og eitthvað heitir einhverju "flottu" nafni, þá er það rakkað niður af því að einhverjum "finnst" eitthvað.
Þú ert á hinum endanum - ESB og þú hrópar halelúja.
Er ekki í lagi að virða skoðanir annara?
Ég hef á tilfinningunni (mér finnst) að Samúel og Sævar Örn höggvi nærri sannleikanum.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.11.2010 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.