Ótrúlegt
30.11.2010 | 09:39
Ef þessi fjöldi - sem er Þá sennilega um 12-13% - er réttur ber það vott um skynsemi landans - nema því aðeins að fólk hafi vísvitandi verið að gera seðilinn ógildann.
Þátttakan var vægast sagt léleg - og ef gild atkvæði fara svo niður í 25% af atkvæðisbæru fólki í landinu er það mikill áfellisdómur - stjórnin vildi þetta NÚNA - en þetta mátti bíða.
Tek fram að ég kaus - kaus 10 manns og veit ekki betur en minn seðill hafi verið rétt út fylltur.
Ég vandaði mig meira að segja þegar ég skrifaði tölurnar.
Kosningarnar verði ræddar í allsherjarnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég kaus líka 10..Kjörsókn í mínum bæ var aðeins 25%..
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.11.2010 kl. 10:48
Ég kaus fullan lista af fullveldissinnum og vandaði mig rosalega. Hinvegar fór ég bara í þetta ótæmabæra kosningafáráð Samfylkingarinnar til að forðast að þeim tækist að ræna okkur fullveldinu.
Elle_, 30.11.2010 kl. 17:02
Þetta stjórnlagaþing er Sf þing að mestu - Þorvaldur Gylfason sendi svo hótanir til Alþingis og sonur Ómars Ragnarssonar kvartar yfir flóknum reglum - hefur sennilega viljað hafa fjölskylduna á staðnum.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.12.2010 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.