Noregur og ESB - NATO.

"Frændur okkar og vinir" í Noregi og leiðtogar þeirra í ESB hafa nú komist að "samkomulagi".

Samkomulagi sem felur það í sér að Ísland á að halda sér saman og gera það sem bandamennirnir úti segja. Ekki veiða innan ykkar lögsögu nema það sem vinirnir ákveða.

Svo koma skotar - sem eitt sinn voru stoltir og sjálfstæðir - og segja Íslendinga vera óábyrga.

Hnignun skota birtist m.a. í framleiðslu á fyrirbærum eins og gordon brown og darling sem eru væntanlega afkomendur þeirra skota sem seldu sig englendingum fyrir margt löngu.

Norðmenn sem hér réðu ýmsu á öldum áður vilja ráða aftur - hafa reyndar valdið okkur stórtjóni á fiskmörkuðum í gegnum áratugi með undirboðum sem þeir fjármagna með olíugróðanum.

Núna vilja þeir koma í veg fyrir að við veiðum - þá hafa þeir markaðina fyrir sig og sína í esb.

Er ekki kominn tími á endurskoðun "samstarfsins" við norðurlandaþjóðirnar?

Er kanski kominn tími á að endurskoða veru okkar í NATO?

 


mbl.is 646.000 tonna makrílkvóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú reynir á stjórnmálamennina okkar að standa rétt á málum: Við eigum allan rétt á að nýta þá fiskistofna sem eru innan okkar fiskveiðilögsögu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.12.2010 kl. 19:21

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það væri tilbreyting ef stjórnin gætti hagsmuna okkar í þessu máli - ekki hefur hún gert það í öðrum -

hinsvegar er ferill kúgunar af hálfu hinna ýmsu landa gagnvart okkur orðinn langur. Baráttan við fjölmörg ríki í Alþjóða hvalveiðiráðinu er orðin löng og ströng t.d.

En eins og þú segir - við eigum fullann.............   sammála þér - algjörlega.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.12.2010 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband