Jóhanna og sannleikurinn.

Bara smá upprifjun -

 

Munum ekki hækka skatta

- Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra svarar fyrirspurn á Alþingi 9. febrúar 2009 um hvort ríkisstjórnin hyggist hækka skatta

Jóhanna Sigurðar­dóttir: Ekki kostur að fresta Icesave um vikur eða mánuði

- Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í umræðum á Alþingi um Icesave-frumvarpið 30. desember 2009

 


mbl.is Jóhanna blæs á framsóknarsögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Óli minn, þetta er þörf upprifjun hjá þér og mjög góð.

Samt er það svo skrítið með vinstri menn, þeir eru forritaðir af spunameisturum sínum og það eina sem forritið segir;"þetta er allt saman helvítis íhaldinu að kenna".

Ég er viss um að Jóhanna gæti freistast til þess að segja eins og Nasistar margir þegar fjallað er um Gyðingadrápin.  Þeir segja það sögufölsun.

Á sama hátt gæti ég trúað Jóhönnu til að segja að þetta sé annað hvort sögufölsun eða slitið úr samhengi og það virkar á forrit vinstri manna.

Jón Ríkharðsson, 30.12.2010 kl. 15:42

2 Smámynd: Elle_

Ekkert sem Jóhanna segir getur verið tekið alvarlega.  Ekkert sem Jóhanna segði kæmi á óvart. 

Konan mundi ábyggilega ekki hika við að kalla það sem Ólafur setti inn að ofan, sögufölsun, enda löngu farin að tala í þeim dúr um fréttir eins og allar neikvæðar fréttir af hennar löngu fallna engli séu rangfærslur. 

Jóhanna sagði síðast á gamlársdag við fréttamann RUV að ekkert væri að marka það sem stæði í Morgunblaðinu: Fréttir (4:29).   

Elle_, 2.1.2011 kl. 18:44

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæl bæði og takk fyrir innlitið - Já þetta er merkilegt eintak - jóhanna - á sama tíma og hún gefur út þessa yfirlýsingu um Morgunblaðið veitir hún þeim viðtal - Áramótaræða hennar skilst mér að hafi birst í blaðinu - þar er ég henni sammála um að þar sé ekkert að marka - en það er varla Mogganum að kenna - þetta er hennar ræða.

Allt íhaldinu að kenna - já þetta er þeirra tal - ég viðurkenni að það er íhaldinu ( Sjálfstæðisflokknum ) að kenna að hér var byggt upp nútíma þjóðfélag undir stjórn flokksins - ég viðurkenni að margoft hefur flokkurinn tekið við eftir vinstri stjórn og allt verið í rúst og flokkurinn reist þjóðfélagið við aftur. Ég viðurkenni að þegar DO tók við á sínum tíma var það eitt af fyrstu verkunum að stöðva sjóðasukkið. Allt eru þetta þekktar aðgerðir.

Það sem útrásarliðið gerði á vakt flokksins er annað mál. Mér finnst stundum að umræðan sé á þeim nótum að ef ökumaður ekur of hratt eigi að refsa lögreglunni eða löggjafanum fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir það. Nú eða ef einhver ræðst inn á heimili og hirðir innbúið þá eigi ekki að refsa honum heldur lögreglu eða löggjafanum.

Þetta þykir mér ekki sanngjörn nálgun.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.1.2011 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband