Búið að kaupa Róbert Spanó.
1.2.2011 | 02:15
Róbert Spanó forseti lagadeildar er EKKI að hlýða ríkisstjórninni. Um daginn sagði hann dóm Hæstaréttar réttann og núna vill hann heldur ekki skipa 25 menningana á Stjórnlagaþing.
Þetta er ekkert annað en uppreisn gegn Jóhönnu - og uppreisn gegn henni er ekki heppileg - reyndar mjög slæm.
Það verður fróðlegt að fylgjast með ferli hans - mannsins sem vill fara að lögum og er ( eftir því sem ég best veit ) ekki skráður í nokkurn flokk.
Það fer því ekki á milli mála að slíkur maður hlýtur að vera á spenanum hjá Valhöll eða í Hádegismóunum -- eða hvað?
Óheppilegt að skipa fulltrúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er væntanlega grín hjá þér
Ef það verður kosið aftur, þá verður kosningaþáttakan í mesta lagi 20-25%. Ríkisstjórnin tekur ekki þá áhættu.
Skipun nefndar með 25-menningunum er aulalegt plan.
Þá eru tvær leiðir eftir; að hætta við allt saman, eða að Alþingi geri tillögu um stjórnarskrárbreytingu.
Síðarnefnda atriðið er reyndar vafasamt vegna umræðunnar um "opið lýðræði", sem er í tísku núna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 02:29
Nota upplýsingar úr þjóðfundinum og skipa menn eins og Róbert Spanó, Sigurð Líndal og fleiri í 7 manna nefnd og pússla henni saman. Ég var hvort eð er mikið hrædd um að of miklu væri breytt í skránni. Vandamálið hingað til hefur ekki verið stjórnarskráin heldur að ekki sé farið eftir henni.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 1.2.2011 kl. 06:05
Já Gunnar - þetta er grín hjá mér en við getum átt von á svona þvættingi frá stjórnarliðum - sem myndu meina þetta.
Ég er hlyntur hugmynd þinni Adda - þessir 2 ásamt t.d. fyrrverandi forseta lagadeildar - 1-2 fyrrverandi dómurum við Hæstarétt - siðfræðingi og einhverjum aðila sem er með svipaða þekkingu á Stjórnarskránni og Sigurður og Róbert.
Svona hópur myndi að mínu mati skila mun markvissari niðurstöðum.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.2.2011 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.