Lýðskrumari -
14.2.2011 | 20:35
Þór Saari lofaði góðu þegar hann settist á þing - síðan datt hann í lýðskrum og það að svívirða samþingmenn sína.
Telur sig hafa allt sitt á hreinu þar sem hann sat ekki á þingi fyrir síðustu kosningar.
Málflutningur hans er honum til minkunnar og mátti hann þó ekki við því ( ég er ekki að tala um líkamlega smæð hans ) því það fúafen sem hann virðist sækja framkomu sína í hlýtur að vera fólgið í litlum karakter.
Vonandi sér fólk í gegnum óábyrgann málflutning Þ.S. sem er svo sannarlega EKKI fulltrúi litla mannsins.
Hann er bara lítill kall sem vill vera stór á hinu pólitíska sviði en hefur enga burði til þess.
Tillaga um þjóðaratkvæði felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er hann verri en hinir ?
Eða jafn slæmur... eða kannski örlítið betri ?
Allavega ekki verstur... Sé þig ekki dizza hina 62 !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 20:41
Hann er a.m.k. að ganga á þingmenn og skora á þá að standa við fyrri yfirlýsingar um að "þjóðin eigi að ráða" og að þjóðaratkvæðagreiðslur eigi að halda um öll umdeild mál.
Geir Ágústsson, 14.2.2011 kl. 21:34
Þð virðist altaf vera auðveldast fyrir menn eins og þig að sjá flísina í auga náungans, en ekki bjálkann í þínu egin auga...
Þór virðist allavega vera að kalla eftir aðgerum frá hinum í þingliðinu en allir virðast þeir við sama heygarðshornið, ekkert skal gert fyrir fólkið, í það minsta ekkert gott...
Með kveðju af Suðurnesjum
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 14.2.2011 kl. 22:06
sammála, Þór Saari er mesti lýðskrumari sem nokkurntímann hefur setið á þingi og er þó af nógu af taka. Maðurinn gerir og segir ekkert nema það sem er líklegt að afli honum vinsælda. Þessi aumingi mundi að sjálfsögðu snarsnúast þyrfti hann að setjast i ríkisstjórn og taka ábyrgð a orðum sínum. Ég segi og skrifa, þetta er aumingi og lýðskrumari.
Óskar, 14.2.2011 kl. 23:56
Óskar - það er leitt að Þór skyldi fara þessa leið - hann vakti vonir þegar hann kom fyrst á þing en ég sé ekki neima einn samjöfnuð og það er í málflutningi SJS í stjórnarandstöðu. Við súpum seyðið af því að fólk trúði orðum hans þá. Síðan reyndist VG veraq ný útgáfa af nýju fötum keisarans - bara tal - ekkert efni. Hann snarsnérist líka við ráðherrastólinn.
Ólafur Björn - hafi einhver flokkur skarað frammúr í sókn og vörn fyrir Suðurnesjamenn á Alþingi þá er það Sjálfstæðisflokkurinn.
Mér finnst hinsvegar skorta stuðning Suðurnesjamanna sjálfra - t.d. þegar starfsfólk í heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum kom í bæinn til að mótmæla niðurskurði voru fáir með þeim og ég einn af 3 úr Reykjavík til þess að mæta og styðja þau. En vissulega eru bjálkar hjá mér þótt ég reyni að gera mitt besta. Ég er jú ekki fullkominn. Hitt er annað - gagnrýni á þingmenn Sjálfstæðisflokksins fer beint frá mér til þeirra - ekki í gegnum aðra.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.2.2011 kl. 11:36
Geir - það hefur enginn hafnað þjóðaratkvæðagreiðslunni nema þá hluti meirihlutans - Birgir - ég er ekki að dissa neinn - en óneitanlega hefur ÞS valdið mér niklum vonbrigðum og vonandi fer hann að hætta skruminu. Hann hefur þekkingu sem kemur sér vel í hverskyns fjármálaumræðu.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.2.2011 kl. 11:38
Það kom svo í ljós að ásakanir á hendur Sjálfstæðismönnum um að þeir væru á móti þjóðaratkvæðagreiðslu áttu ekki við rök að styðjast frekar en annar óhróður sem haldið er fram á bloggum.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.2.2011 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.